Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Síða 24

Æskan - 01.09.1969, Síða 24
Barnastúkan ÁLFTIN Eins og fyrr hefur verið birt í fréttum, stofnaði stórgæzlumaður nýja barnastúku í Álftamýrarskólan- um í Reykjavík 9. nóvember s.l. Stúkan hlaut nafnið ÁLFTIN nr. 166. Stofnendur voru 82, auk gæzlu- manna, Freyju Jóhannsdóttur og Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur, sem báðar eru kennarar við skólann. Stofnunin, sem var einkar hátíð- leg athöfn, fór fram í hinum nýja og glæsilega félagsmálasal skólans, að viðstöddum fimm kennurum og Núvorandi gæzlumenn og embættismenn. Gæzlumenn: Freyja Jóhannsdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir. ÆT. Bergur Arthúrsson, VT. Erla Jónsdóttir, FÆT. Jón S. Halldórsson, KAI’. Katla Sigurgeirsdóttir, RIT. Anna Guðný Guðmundsdóttir. AR. Lilja Ólafsdóttir, FJR. Eggert Guðjónsson, GK. Einar Svansson, DR. Agnes Johansen, ADR. María Héðinsdóttir, V. Sigurjón Ingvarsson, ÚV. Gunnar Högnason, SKR. Jóhanna Iijörnsdóttir. Mynd þessi er tekin á stofnfundi. Gæzlumenn, félagar og gestir. tveimur kennaranemum. Auk stofn- anda tóku þar til máls tveir kenn- arar og fluttu stutt ávörp og heilla- óskir. Stúkan hefur starfað mjög vel í vetur og hinir ungu félagar sýnt mikinn áhuga. Okkur bárust nýlega tvær ágæt- ar myndir, sem teknar voru á stofn- fundinum, og birtum við þær hér með mikilli ánægju. Við óskum stúkunni ÁLFTINNI nr. 166 allra heilla í framtíðinni, þökkum henni fyrir myndirnar og fyrir góð störf í vetur. Jafnframt þökkum við skólastjóra Álftamýrar- skólans fyrir vinsemd hans í garð stúkunnar og góða fyrirgreiðslu. Börn skírö eftir tunglfarinu! Tvö þýzk börn munu ( fram- tíðinni bera nöfnin Apollo 11, og Appollónía. Appolló litli 11, fæddist á fæðingarheimilinu f Mainz. Móðir hans átti hann nær á sama augnabliki og Arm- strong og Aldrin stigu á tungl- ið. Móðir Appollóníu átti hana á sama augnabliki. Þýzk yfir- völd hafa enn ekki tekið ákvörð- un um það, hvort skíra megi börnin þessum sérstæðu nöfn- um. 380

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.