Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 10

Æskan - 01.11.1969, Page 10
 Ungi maðurinn og hafmeyjan <íi(g pvíaS 0 eyjunni Krít bjó eitt sinn ungur maður, sem hafði mesta ánægju af því að sitja frammi við hafið og leika á hörpuna sína. Svo yndisleg var hljómlist hans á að heyra, að jafnvel æstar öldur hafsins virtust kyrrast, er hann hóf leik sinn, og liðu öldurnar síðan mjúklega og hvíslandi upp að fjöru- steinunum við l'ætur hans. Nú gerðist það einn undurfagran sumardag, er hann sat sem oftar við lognkyrrt hafið og lék á hljóðfæri sitt, að undurfögur hafmey kom úr djúpunum, settist á klett skammt frá og hlustaði dálitla stund. Svo hrifin varð hún af leik hans, að hún sat með ljóma í augum og opinn munn, en hvarf síðan aftur í öldúrnar. Hún kom þó nærri samstundis í ljós aftur og nú með margar fleiri hafmeyjar með sér, til þess að þær fengju einnig notið tónlistarinnar. Eftir þetta komu þær daglega og settust kringum hann, Jiar sem hann sat og lagði sig allan fram við hljóðfaera- sláttinn. Þannig leið sumarið. Svo kom haust og kaldm vetur, og Jregar öldurnar voru orðnar úlnar og dinnnai álitum, leiddu liafmeyjarnar hann að helli við sjóinn- Þar gat stormurinn ekki nætt né kuldinn leitað inn, svo að nú gat hann lialdið leik sínum áfram óáreittur. En nú var ungi maðurinn orðinn ástfanginn af haf* meyjunni, sem fyrst kom til að hlusta á leik hans og fór að leita eftir ástum hennar. En Jregar hann hóf m;''s á slíku, hristi hún aðeins höfuðið og renndi sér »vo 1 sjóinn. 502

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.