Æskan - 01.11.1969, Síða 17
drottningu út á boríSið í byrj-
Un skákar, því að jiar er liún
°ft berskjölduð fyrir árásum.
Einnig er á l>að að líta, að sé
drottningin færð á f6, kemst
riddarinn á g8 ekki út á mið-
borðið. En það er bægt að
Valda e-peðið á fleiri vegu.
Tökum til dæmis leikinn bisk-
up f8—d6. Ekki telst sá leikur
heldur góður, því að þá lokast
Eiskupinn á c8 inni. f fjórða
lagi er bægt að leika peðinu á
f7—f6. En lítum ]>á á fram-
lialdið:
3. Rf3xe5 — f6xe5
IJarna sýnist svartur vinna
mann, þ. e. a. s. riddarann, en
samt sem áður er þetta dálítið •
'arasamt, því að nú leikur
bvitur
4. Ddl—h5t — Kc8—e7
f 4. leik hefði svartur getað
borið peð fyrir skákina, nefni-
•ega leikið g7—g6 í stað þess
að færa kónginn á e7, en einn-
*g sá leikur er slæmur, því að
l>á kæmi hvíta drottningin til
e5 með skák á svarta kóng-
inn og hótun um að drepa
brókinn á h8. En höldum nú
áfram skákinni:
' 5. Dh5 X e5t — Ke7—f7
6. Bfl—c4t — Kf7—g6?
Hér hefði verið hetra fyrir
svartan að fórna peðinu á d7
Uieð því að bera það fyrir
skákina og flytja ]>að fram til
d5, ]>á hefði losnað um biskup-
inn á c8 og hann gæti komið
bóngi sínum til hjálpar með
bví að flytja sig til d6, þegar
bvitur skákaði aftur með því
að drepa d-peðið.
7. De5—f5t — Kg6- h6
8. d2—d4t — ...
betta er fráskák. Biskupinn
á cl ógnar nú hvita kónginum.
8. ... — g7—g5
Svartur ber g-peðið fyrir
skákina, en það er skammgóð-
Ur vcrmir.
9. h2—h4! — ...
„Nú deyr einhver," sagði litla stúlkan, — því að amma hennar sæla, sem var
sú eina manneskja, sem nokkurn tíma hafði verið góð við hana, hafði sagt: „Þegar
stjarna hrapar á himninum, þá fer einhver sál til guðs.“
Hún kveikti á fjórðu eldspýtunni; hún lýsti svo vel, og í bjarmanum stóð amma
litlu stúlkunnar sklnandi björt með milda ásjónu.
„Amma mln góð!“ kallaði litla stúlkan, „æ, táktu mig með þér; ég veit að þú
hverfur, þegar deyr á eldspýtunni, þú hverfur eins og heiti ofninn, góða gæsasteikin
og blessað jólatréð." Og óðar kveikti hún á nærri þvl öllum eldspýtunum, cem eftir
voru í bréfinu, en hún vildi með engu lifandi móti sleppa ömmu sinni; og eldspýturnar
báru svo skínandi birtu, að það varð bjartara en um hádegi. Amma hennar hafði aldrei
verið svona frlð og svona stór; hún tók litlu stúlkuna upp á handlegg sér, og þær lyftust
í Ijóma og fögnuði upp í hæstu hæðir, og þar var enginn kuldi, ekkert hungur og
ekkert volæði, — þær voru hjá guði.
En í skotinu milli húsanna sat litla stúlkan morguninn eftir með roða í kinnum og
bros á vörum. Hún var dáin; hún hafði orðið úti á síðasta kvöldi ársins. Nýárs-
morgunninn rann upp yfir litla líkið, sem sat með eldspýturnar I kjöltunni; einu eld-
spýtnabréfinu hafði hún nær eytt. „Hún hefur ætlað að hita sér,“ sögðu þeir, er fram
hjá gengu. Enginn vissi neitt um alla þá fegurð, sem fyrir hana hafði borið, enginn
vissi í hvílíkri dýrð og Ijóma hún gekk með ömmu sinni inn í hina eilífu nýársgleði.
H. C. Andersen. — Steingrímur Thorsteinson þýddi.
Með þessum leik hótar hvít-
ur tvískák í næsta leik með
þvi að drepa g-peðið með h-
peði sínu, og er þá bæði skák
af peði og hrók. 9. ... Kh6—g7,
og skákin er léttunnin fyrir
hvítan.
Athugið nú þessa hyrjun aft-
ur og gætið að, hvernig farið
hefði, ef svartur hefði í þriðja
leik sínum farið með drottn-
ingu sína til e7 i stað þess að
drepa riddarann hvita.
Úr biblíusögunum
Þegar kennslukonan var búin að útskýra
það fyrir börnunum, að Móses hafði fundizt
í sefinu við fljótsbakkann, og að hann
hafði aldrei þekkt föður eða móður, sagði
Óli litli.
— Ég held nú, að hún þarna, dóttir
hans Faraós, hafi verið móðir hans.
— Hvernig geturðu talað svona, sagði
kennslukonan alvarleg. Var ég ekki að
segja þér, að hún hefði fundið hann við
árbakkann!
— Já, svei, upp á einhverju varð hún að
finna, sagði Óli.
509