Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1969, Page 34

Æskan - 01.11.1969, Page 34
Tarzan hélt áleiðis til kofa síns við ströndina. Hann fór ýmist eftir trjánum eða fílagötunum, sem víða hlykkj- uðust gegnum skóginn. Þegar hann nálgaðist kofann, blasti við honum óvænt sjón. Stórt skip l'laut fyrir landi og hópur manna stóð umhverfis bát í fjörunni niður undan kofanum. En það, sem kom Tarzan mest á óvart, var það, að þetta voru hvítir menn. Þá hafði hann aldrei séð nema á myndun- um í bókunum. Hann læddist eftir trjánum nær og nær mönnunum, þar til hann var kominn mjög nálægt þeim, án þess þó að hinir ókunnu menn yrðu hans varir. Þeir voru þarna einir tíu, sólbrenndir og að því er Tarzan fannst, heldur skuggalegir ásýndum. Þeir töluðu hátt og pötuðu með höndunum, steyttu jafnvel hnefana til áréttingar orðum sínum, orðum, sem Tarzan skikli ekki. Svo virtist sem mennirnir væru að þræta um eitthvað. Lítill maður, með andlit sem minnti á rottu, lagði hönd sína á öxlina á stórum manni og benti með hinni liend- inni inn í skóginn. Þegar stóri maðurinn sneri sér við og leit til skógarjaðarsins, dró litli maðurinn upp skamm- byssu og skaut í bakið á honum. Sá stóri riðaði við og féll svo fram yfir sig niður á grassvörðinn. Tarzan horfði á allt þetta og tannst merkilegt að sjá þetta nýja vopn — byssuna,- þótt hann hefði raunar lesið um hana í bókum sínum. En hann varð lnigsandi yfir því, hvernig þessir hvítu menn höguðu sér, og hrós- aði happi yfir því að hafa ekki gefið sig l'ram strax og heilsað þessum hvítu gestum. Þeir virtust engu betri en svörtu mennirnir eða aparnir. Mennirnir horfðu ýmist á litla, ljóta manninn eða hinn fallna, sem lá þarna fyrir fótum þeirra. Svo tók einn þeirra til að hlæja ákaílega og klappaði litla mann- inum á öxlina. Eftir nokkurt skvaldur og handapat hrundu þeir bátnum á flot og reru fram að skipinu, en þar sá Tarzan, að fleiri voru á ferli. Hann gekk til kofans, og er hann kom inn, sá hann, að þar hafði einhver eða einhverjir verið á ferð. Bækur lians og blýantar, spjót og skildir voru á víð og dreií úti um allt gólf. Þegar Tarzan sá Jietta, varð hann graniur og örið eftir Terkos, sem lá yfir enni hans, tútnaði út. Hann gætti að því, hvort nokkuð hefði verið tekið úr skápnum og varpaði öndinni léttar, J^egar hann sá, að litli kassinn var óhreyfður. Myndin af brosandi, góðlega manninum og svarta bókin voru kyrr á sínum stað. Þa lieyrði Tarzan skyndilega eitthvert framandi liljóð ber- ast frá skipinu. Hann skyggndist út um gluggann og sá Jaá, að verið var að setja út bátinn, og fór margt manna í hann. Einnig var ýrniss konar farangur settur í bátinn og var jjví auðsætt, að einhverjir ætluðu að koma i land aftur. Tarzan greip blað, krotaði nokkur orð á Jjað með blýanti og festi }:>að við hurðina. Því næst tók hann litla kassann og eins mikið af vopnum og hann komst með og hvarí' inn í skóginn. Þegar bátarnir, sem nú voru orðnir tveir, komu upp í fjöruna, steig einkennilegt samansaín manna á land. Þeir voru tuttugu og þar af fimmtán sjómenn, alhr heldur J>orparalegir á svip, en hin fimm voru af ýmsu tagi. Einn var ungur maður hár vexti, klæddur ljósum fötum, og á eftir honum kom aldraður maður með hátt enni og nokkuð undarlegur í fasi. Þá sté á land annar 526

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.