Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 40

Æskan - 01.11.1969, Síða 40
r Og mamma hans hugsaði: Það er ágætt fyrir okkur að vera laus við hann dálítinn tfma. Hansína sagði ekkert, en hugsaði með sér: Þá suðar hann ekki í mér á meðan ég tala í símann. Annar lögregluþjónninn sagði ekkert heldur. Honum fannst, að allir litlir þjófar þyrftu helzt að vera nógu langt í burtu. En hinn lögregluþjónninn sagði: ,,Ég vona, Gulur minn, að þér líði vel og þú fáir að þroskast mikið og vaxa.“ Og Gulur litli fór í sveit. Á leiðinni óskaði hann þess, að foreldrar hans hættu að hugsa um peninga. Hann vildi miklu frekar, að þau töluðu við hann. Kannski mundi fólk- ið í sveitinni tala við hann. Hann vissi, að það var margt gott fóik í sveit. En því miður. Fólkið mátti ekki heldur vera að því að tala við hann þar. Honum fannst alltaf, eins og þau héldu, að hann væri þjófur í raun og veru. Hann átti alltaf að vera að vinna. Öll hin börnin máttu leika sér eins mikið og þau vildu. En þegar hann ætlaði að fara að leika sér, kom hús- bóndinn og sagði reiður: „Haltu áfram að vinna, svo að þú fáir eitthvað að borða!" Svo vann Gulur litli, svaf og borðaði til skiptis. Hann átti ekkert dót, engan leikfélaga, engan vin. Og nú fannst honum eins og hann ætti ekki heldur pabba og mömmu. Þau voru þó oft góð við hann. Og honum fannst gott að vera hjá þeim þrátt fyrir allt. En þarna var hann einn. Svaf einn. Borðaði meira að segja stundum einn. Og ef hann langaði til þess að tala, varð hann helzt að tala við sjálfan sig. Svo kom veturinn. Guli litla leiddist mikið. Hann langaði heim. Honum fannst ekki gott að vera hjá þessu íólki. Svo var það eitt kvöldið. Húsbóndinn hafði rekið hann í rúmið. Gulur litli var hálf leiður. Hann ákvað því, að nú skyldi hann strjúka úr sveitinni. Þegar allir voru sofnaðir, læddist hann fram úr rúm- inu. Hann tók fötin sín og hélt af stað. Snjór var yfir öllu. Það var erfitt að ganga. Hann sökk stundum alveg upp að klofi. Svo fór að snjóa. Hann sá lítið sem ekkert. Snjókornin settust á nefið á honum og augun. Gulur þurfti alltaf að vera að þurrka framan úr sér. Svo herti frostið. Hann vissi ekki lengur, hvar hann var. Hann brauzt áfram yfir fjallið. Hann datt ofan í snjóskafla, en gat flögrað upp úr þeim aftur. Hann rann á ís, datt íram að klettabrúnum og náði varla andanum í storminum. Honum var orðið hræðilega kalt. Gúlur litli gat varla hugsað lengur. Allt í einu sá hann kofa fram undan. Hann reyndi að flýta sér, en gat það ekki. Fætur hans voru orðnir svo kaldir og stirðir. Hann reyndi að opna hurðina. En hún var læst. Hann leitaði að lásnum. Hann var auðvitað beint fyrir fram- an hann. En hann sá hann ekki strax. Hann skalf og nötraði af kulda. Loksins tókst honum að opna. Hann flýtti sér inn og hné niður á gólfið. Hann komst ekki lengra. — Þegar hann vaknaði aftur, stóð faðir hans hjá honum. Við hlið hans stóð Kambur læknir. „Vertu bara rólegur, vinur minn,“ sagði læknirinn. „Nú ertu heima hjá þér. Taktu lífinu með ró.“ Síðan sneri hann sér að föður hans. Kambur læknir í heimsókn. „Hann er úr allri hættu. Ég sé það í augum hans. Hugsið vel um hann eftir þetta. Líf hans er okkur mikils virði.“ Þeir tókust í hendur, og faðir Guls gekk með lækninum til dyra. Síðan gekk hann aftur að rúmi Guls. Móðir hans kom einnig inn og settist hjá honum. „Jæja, sonur minn,“ sagði faðir hans. En móðir hans strauk honum um hárið. „Við erum ósköp fegin að fá þig heim aftur, við söknuðum þín mikið.“ Svo þagnaði hann andartak. Gulur heyrði í Hansínu. Hún var að tala í símann. Faðir hans brosti. „Nú erum við hætt að safna peningum," hélt faðir hans áfram. „Nú ætlum við að hugsa um þig.“ Nú fann Gulur litli, hvað honum þótti innilega vænt um foreldra sína. Hann tók um hendur þeirra og sagði glaður: „Og nú ætla ég að hætta að láta ykkur detta í vatnsfötur og þykjast vera Kambur læknir.“ Þórir S. Guðbergsson. 532
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.