Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Síða 41

Æskan - 01.11.1969, Síða 41
Grýla Með auknu þéttbýli hér á landi hefur sá siður að nota Grýlu sem keyri á börn að mestu lagzt niður. Það er skiljanlegt, þvi að álfar og illar vættir, sem byggðu annan hvern bæjarhól íyrr á öldum, eru víðs fjarri í borgum og kaupstöðum nú- timans. Það var einkum fyrir jólin, að börnin áttu að vera þæg og iðin, því að annars kom Grýla og tók þau. Og börnin hlakkaði auð- vitað eins mikið til jólanna þá og þau gera nú og vildu sízt af öllu lenda í belgnum hennar Grýlu í stað þess að fá góðan mat og smá gjöf. Um Grýlu hafa verið ort mörg kvæði og þulur: Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala íimmtán og á hverjum hala hundrað belgi og í hverjum belg börn tuttugu. Grýla bjó ekki ein í hól sinum, heldur bjó karl hennar, Leppalúði, þar líka og voru bæði tröll. Þau áttu sæg af ódælum börnum. Segja sumir, að þau hafi verið 20, og eru þau talin upp [ þessari þulu: Grýla var að sönnu gömul herkerling, bæði átti hún bónda og börnin tuttugu. Einn heitir Skreppur, annar Leppur, þriðji Þröstur, Þrándur hinn fjórði, Böðvar og Brýnki, Bolli og Hnúta, Koppur og Kippa, Strokkur og Strympa, Dallur og Dáni, Sleggja og Sláni, Djángi og Skotta. Ól hún í elli eina tvíbura, Sighvat og Syrpu, og sofnuðu bæði. Og í eftirfarandi þulu er getið 19 barna, sem sagt er, að Grýla og Leppalúði hafi átt utan hinna tuttugu. Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: „Komið hinga öll til mín, Nýpa, Típa, Næja, Tæja, Nútur, Pútur, Nafar, Tafar, Láni, Gráni, Leppur, Skreppur, Loki, Poki, Leppatuska, Langleggur og Leiðindaskjóða, Völustallur og Bóla. Jólasveinarnir 13 voru einnig synir Grýlu, en þá átti hún, áður en hún giftist Leppa- lúða. Þá var hún gift gömlum karli, er Boli hét, og bjuggu þau á Arinhellu. Boli var tröll og mannæta eins og Grýla og Leppalúði. Jólasveinarnir 13 hétu: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Þeir komu til mannabyggða fyrir jólin, sá fyrsti 13 dögum fyrir jól og sá síðasti ó aðfangadag. Á jóla- dag fór sá fyrsti aftur og síðan koll af kolli fram á þrettánda. í mannabyggðum stundaði hver þá iðju, er hann dregur nafn sitt af. Einnig áttu þeir það til að ntinga óþægum börnum í pokann sinn, ef þau urðu á vegi þeirra. Voru þeir því notaðir til að hræða börn eins og Grýla og karl hennar. —o— Nú á dögum eru hugmyndir barna hér á landi um jólasveinana allt aðrar. Bjúgna- krækir nælir sér enn f bjúgu, Gluggagægir gægist á glugga, Kertasníkir biður um kerti, en þetta eru allt góðir karlar, og engum þeirra dettur í hug að taka börn í pokann sinn. Þeir koma með hann fullan af leik- föngum og góðgæti. En jólasveinarnir hlusta eftir því, hvort börnin eru óþæg, og ef svo er, fá þau ekkert úr pokanum. Um þessi jól verður Grýlu sjálfsagt ekki vart frekar en undanfarin jól, en jólasvein- arnir, synir hennar, koma vafalaust til byggða með gjafir handa börnunum. Þó að Gluggagægir gægist enn á glugga og Pottasleikir reyni að verða sér úti um skóf- ir, þegar enginn sér til, þá kemur þeim ekki til hugar að stinga börnum í pokann sinn. 533
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.