Æskan - 01.11.1969, Síða 44
Það, sem áður er komið:
IKomið hefur í ljós, að vinningur hefur fallið á numer
happdrættismiða, sem Björg og vinstúlka hennar seldu.
Birgir Bentson keypti miðann af þeim, og hann þarfn-
ast peninganna mjög til ýmissa hluta. Björg man
númer miðans og er viss í sinni sök. Það verður henn-
ar hlutskipti að blása nýrri trú á Guð og hamingjuna
í brjóst þeim, sem með henni eru.
5. KAFLI
Birgir Bentson sat álútur í stól sínum og sýnilegt var á and-
litssvip hans, að hann barðist milli vonar og ótta.
„Tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Það getur ekki átt
sér stað. Þá væri ekki framar peningaskortur hjá okkur. Trúir
þú þessu, mamma?“
„Við skulum fyrst fá að vita vissu okkar um númerið," sagði
frú Bentson með efahreim í röddinni.
„Þetta er númerið," sagði Björg með ákefð.
„Ég vona, að hér sé ekki um prentvillu að ræða. Annað eins
liefur komið fyrir,“ sagði gamla konan. „Hvar skyldi miðinn
annars vera?“
„Já, hann hlýtur að vera hér einlivers staðar. Bara að allt
væri ekki svona á rúi og stúi. Nei, hjá mér er aldrei neitt i röð
og reglu,“ sagði hann.
„Það getur ekki orðið, meðan þú vilt hafa ailt svona,“ sagði
móðir hans. „Þú bannar mér alltaf að taka vel til, og svo má
aldrei fleygja neinu pappírsrusli."
„Ég man, að þér létuð miðann í jakkavasa yðar,“ sagði Björg.
„Hann hlýtur að vera á skrifborðinu," sagði Birgir. Svo fór
hann að leita, — fyrst á skrifborðinu, í öllum blöðum þar, í
hillum, á gólfinu, en hvergi fannst miðinn. Stúlkurnar hófu
einnig leit og nú var leitað í öllum bókum og dagblöðum, blað
fyrir blað, en ekki fannst miðinn.
Að lokum sagði Björg: „Þú brauzt miðann saman og lézt
hann í jakkavasa þinn. Þetta var köflóttur jakki með leður-
bótum á olnbogunum. Ég sá einmitt, að leðurbæturnar voru fer-
hyrndar en ekki ávalar.“
„Jakkinn er í fataskápnum. Biðið augnablik,“ sagði hann
og þaut til dyra.
„Bíddu,“ sagði móðir hans og nú gætti þreytuhljóms í rödd-
inni. „Ég er hrædd um, að jakkinn sé hér ekki lengur. Þú fleygð-
ir lionum um daginn."
„Gerði ég ])að?“ sagði hann hissa.
Frú Bentson kinkaði kolli. „Þú hefur aldrei kært þig neitt
um jakkann," sagði hún.
„En ég hef alls ekki fleygt jakkanum. Ég hef ekki efni á að
fleygja jakka.“
Hún horfði niður í gólfið. „Vera má, að þú hafir ekki bein-
linis fleygt honum, en þú liefur oft sagt, að þú kærðir þig ekk-
ert um að eiga liann. Þér fannst hann of þröngur."
„Jú, mér fannst það alltaf, einkum þegar ég var að skrifa
eða leika á hljóðfæri."
„Eg gaf hann hrott um daginn," sagði móðir hans.
„Hverjum þá?“ spurðu ]>au.
„Manstu ekki eftir inanninum, sem lijálpaði mér um daginn
við að lagfæra frárennslið og mæninn á þakinu. Ég liafði enga
peninga til að borga honum með, svo að mér datt i hug að bjóða
honum jakkann, fyrst þú hefur aldrei kært þig um að eiga
hann. Hann varð mjög glaður yfir að fá jakkann."
„Hvaða maður var þetta?“ spurði Birgir Bentson.
„Hann vinnur hjá skógræktinni og við tókum tal saman um
daginn í húð niðri í þorpi. Mig minnir liann heita sænsku nafni,
Larsson, Jönsson eða þvi um likt,“ sagði gamla konan.
„Þá ætti ekki að vera vandi að finna hann,“ sagði Birgi1'
Bentson.
„En ef miðinn er ekki í vasanum?" sagði Stína.
„Hann er þar áhyggilega,“ sagði Björg. „í hrjóstvasanuni.
Þar var hann látinn. Maðurinn fer sízt af öllu að róta í þeim
vasa. Við Stína förum og leitum að honum. Skógarvörðurinn
býr skammt frá skólanum, og liann getur sagt okkur, hvaða
maður þetta er.“
„Gott er að heyra það,“ sagði liann.
Stúlkurnar kvöddu og þutu út, tóku reiðhjólin og óku *
snatri niður að Eystraþorpi, unz þær komu að liúsi skógarvarð-
arins við Eikarvatn. En hér urðu þær fyrir fyrstu vonbrigðun-
um, af því að skógarvörðurinn var ekki heima. Húsið var lokað
og livergi Ijós að sjá.
„Þetta var nú lakara," sagði Björg. „Það er ekki gott að vita,
hvar í skóginum hann er. Við skulum fara heim i skóla og lesa
í hókunum okkar nokkra tíma og fara hingað aftur seinna.“
„Verð víst jafnvel að samþykkja lexíulestur, úr því svona
stendur á,“ sagði Stína.
Herbergi þeirra nefndist „Ferlaufasmárinn" og þar sat Karen
við lestur, þegar þær komu inn.
„Hvar liafið þið verið?“ spurði hún, tók penna og byrjaði
að skrifa stíl.
Þær sögðu lienni allt af létta. Þegar Karen lieyrði, að Birgir
Bentson hefði trúlegast fengið vinning á happdrættismiðann,
tók hún viðbragð, missti pennann og blekklessa kom í stíla-
hókina.
„Þetta eru miklir peningar. Varð hann ekki glaður?“ sagði
hún. .
„Jú, en gallinn er bara sá, að miðinn fannst ekki,“ sagði
Stína.
„Tókstu eftir, hvar liann lét hann, þegar liann keypti liann
af okkur?“ spurði Björg.
Karen hugsaði sig um, en sagði svo: „f hægri jakkavasann.
„Ég held áreiðanlega, að hann liafi látið miðann í brjóst-
vasann. En manstu i hvernig jakka hann var?“
„Slíkri flík gleyinir maður ekki,“ sagði Karen lilæjandi-
„Hann var hræðilega Ijótur, stórköflóttur, gamall í sniði oS
snjáður.^með sporöskjulöguðum bótum á olnhogunum."
„Þær voru alls ekki sporöskjulaga," sagði Björg.
„Þú hefur rétt fyrir þér. Þær voru tígullaga. Og sú, seni var
536