Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 45

Æskan - 01.11.1969, Side 45
á hægri erminni, var aðeins stærri og dekkri en hin,“ sagði Karen eftir nokkra umhugsun. „Aðeins efnilegir leynilögreglu- menn veita slíku athygli," bætti hún við. „Þú hælir þér af því, en segir samt, að hann hafi látið mið- ann í hægri jakkavasann,“ sagði Björg. „Okkur getur allar misminnt. Nú, ég held samt líka, að hann hafi látið miðann í l)rjóstvasann. Ætli hann liafi ekki tekið miðann aftur upp úr vasanum." „Líklega ekki, af því að móðir hans gaf jakkann skömmu síðar. Maður frá skógræktinni hjálpaði lienni við að lagfæra frárennslið og dyttaði einnig smávegis að þakinu. Hún hitti hann i húð í Eystraþorpi og bar upp vandræði sin. Hann lofaði því að koma og hjálpa henni með þetta. Hún hafði enga pen- inga til að borga honum með og bauð honum jakkann, sem hann þáði með mikilli ánægju." „Sá er annaðhvort mjög lítilþægur eða sérlega hjálpsamur, því ég hef sjaldan séð' jafn leiðinlegan jakka," sagði Karen. „Ég skil ekki, hvernig nokkur maður getur gengið í slíkum jakka.“ „Það er einmitt lánið okkar, að jakkinn skuli vera svona, J)vi þá er auðveldara að finna hann,“ sagði Stína. „Ekki er nú víst, að við finnum jakkann, þótt við finnum manninn," sagði Björg. Þær ræddu málið fram og aftur langa stund. Ekkert varð frekar úr lestri hjá þeim. Að lokum sagði Karen. „Ég vorkenni þeim svo mikið. l>au eru hláfátæk, konan hljóp frá honum og dóttir hans er á heilsuhæli i Sviss. Ég veit ekki, livernig hann getur greitt uppihald hennar þar.“ „Þau eru lika algerlega á heljarþröminni núna með peninga. Vinningurinn mundi bjarga þeim, bæði með sjúkrakostnað stúlk- unnar og eins gæti hann verið áfram i næði hér, meðan hann lýkur við óperuna. Ef hann getur lokið henni og fengið viður- kenningu, mundi öllum þeirra áhyggjum aflétt í bili. Mér virðist ólánið elta þau, en samt eru þau svo góð og skemmtileg. Manstu, Karen, hversu góðar viðtökur við fengum hjá þeim?“ sagði Björg. „Þau höfðu varla efni á því að kaupa miðann. Ég hélt, að svona fátækt fólk væri alls ekki til nú á tirnum," sagði Karen. „En reynum nú að lesa.“ Þær reyndu aftur að festa hugann við iestur næsta klukku- timann, en árangurslaust. Óðar en varði voru þær farnar að tala um mæðginin í stráþakta kofanum. Sú hugsun, að happ- drættismiðinn kynni að vera glataður, fyllti þær ótta. En svo opnuðust dyrnar skyndilega og Inga, vinstúlka þeirra, kom inn. „Ja, hérna. Svona dugnað finnur maður ekki víða,“ sagði hún. „Og þú situr nú víst oftar og lengur bogin yfir bókunum heldur en við.“ „Ég var úti að lijóla í góða veðrinu,“ sagði Inga glaðlega. „Ég hjólaði út í Vestari-skóg,“ „Sástu nokkra menn við vinnu í skóginum?“ spurði Stína. „Ég lield, að nokkrir menn hafi verið að vinna litlu vestar en ég fór. En hvers vegna spyrðu að þvi?“ sagði Inga forvitin. „Þá höfum við ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Karen og þaut upp úr stólnum. „Tökum lijólin og förum strax af stað. Komið þið undir eins, stelpur." „Ég á eftir að iesa iandafræðina," sagði Stína. „En ég læt hana eiga sig í bili. Við verðum að finna upp einhverja afsökun ^ á morgun." „Nei, alls ekki. Við skulum einmitt segja sannleikann,“ sagði Karen. „Vitið þið ekki, að við erum þátttakendur í miklum sorgarleik.“ Þær snöruðust út. Inga liorfði hissa á eftir þeim. Síðan hristi hún höfuðið, gekk inn í sitt herbergi og hóf lesturinn. Hinar þrjár gripu hjólin, stigu á bak og þutu af stað. Ein- hver kailaði á eftir þeim, en þær þóttust ekki heyra slíkt. Síðan lijóluðu þær áfram, unz þær heyrðu högg i skóginum. Þá hjóluðu l>ær liægar, þangað til þær sáu tvo skógarhöggsmenn að starfi... Þær stigu af hjólunum og gengu á hljóðið inn á milli trjánna. Þar var maöur aS búta sundur trjástofna. Hann virtist nokkuS viS aldur. Þær létu hjólin standa upp við tré og gengu til þeirra. Björg hafði orð fyrir þeim. „Afsakið. Ekki heitir vist annar hvor ykkar Larsson?“ Þeir hristu höfuðin. „Ég heiti Petersen og hann heitir Schmidt," sagði annar þeirra. Þetta voru önnur vonbrigðin. Fyrst hal'ði skógarvörðurinn ekki verið heima og nú höfðu ]>ær ekki hitt á rétta menn. „Leitið þið að manni, sem heitir Larsson?“ spurði sá, er nefndist Petersen. Björg svaraði: „Það erum við hreint ekki vissar um. Við leitum að skógarhöggsmanni með sænskt nafn,“ bætti liún svo við. „Nú, það gæti verið Albin Jönsson," sagði Sehmidt. Hann vinnur í plöntu-uppeldisstöðinni. Þið hljótið að finna hann, ef þið hjólið til baka og síðan meðfram skurðinum þarna til liægri.“ „Getur átt sér stað, að hann hafi um daginn hjálpað frú Bentson, sem býr við veginn, sem liggur i norðurátt?" spurði Stina. „Ekki ómögulegt. Albin er lagtækur i bezta lagi,“ sagði Schmidt. „Hví spyrjið þið?“ „Við erum með skilaboð til hans,“ sagði Karen. „Hann er einn að vinna núna og er að laga til i skóginum. Gangi ykkur vel, stúlkur," sagði Schmidt. Aftur þutu þær af stað niður veginn, siðan upp með skurð- inum, en sáu engan mann og heyrðu ekkert axarliljóð. Þegar þær voru komnar góðan spöl fram hjá húsi skógarvarðarins, sneru þær við og héldu til baka niður á þjóðveginn. Þær voru að missa kjarkinn. Hvergi sást Albin Jönsson. En á þjóðveginum mættu þær þriðju liindruninni. Þar stóð Strandvold kennari og beið þeirra. „Þið hafið vist ekki heyrt, að ég kallaði til ykkar, ]>egar þið fóruð frá skólanum,“ sagði hann og gat ekki leynt gremju sinni. Þær settu upp mesta sakléysissvip. „Nei, herra Strandvold. Hvers vegna voruð þér að kalla?“ spurði Björg. 537

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.