Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 46
Myndin sýnir Guðrúnu Guðmundsdóttur til vinstri og Ingibjörgu
Þorbergs. Ljósm.: Henrý J. Eyland.
NÝ BARNAPLATA
Ingibjörg Þorbergs syngur eigin barnalög, ásamt Guðrúnu Guð-
mundsdóttur og barnakór. Undirleik annast Carl Billich.
Hljómplötur og bækur eru alltaf kærkomnar jóla- og afmælis-
gjafir, jafnt ungum sem öldnum.
Viðvíkjandi barnahljómplötum hefur þó ekki verið um auðugan
garð að gresja hér. Úr þessu rætist þó nokkuð nú um jólin. — Og
viljum við benda ykkur á, að nú er komin út hjá Fálkanum h.f-
ný barnaplata með lögum, sem þið kannist við úr barnatímum
Ingibjargar. Og þau, sem sáu „Ferðina til Limbó" í Þjóðleikhúsinu,
muna eflaust eftir lögunum í leikritinu.
Fyrri plötur Ingibjargar eru löngu uppseldar, svo sem Aravísur,
Stjánavísur, Hin fyrstu jól, Klukknahljóð o.fl. Má því segja, að
hér sé komin plata, sem mörg börn hafa beðið eftir að eignast.
— Og án efa á yngsta kynslóðin eftir að taka hressilega undir i
þessum lögum, eins og börnin á plötunni gera I lögunum úr
„Ferðinni til Limbó“. Einnig eru á plötunni kisuvísur o.fl. Sem
sagt; tilvalin jólagjöf handa litlu börnunum.
Jt
„Vegna j)ess, að núna er lestrartíminn í skólanum, og þið eig-
ið alls ekki að hjóla hér. Komið ykkur nú til balia.“
„Já, en — herra Strandvold," — ætlaði Björg að útskýra.
„Farið strax heim. Hér dugir ekkert „já—en.“ Þið verðið að
hlýða þeirri skipun. Ég hélt, að jiið hefðuð verið búnar að læra
að hlýða,“ sagði kennarinn.
„Við erum hér í svo Jiýðingarmiklum erindagerðum," sagði
Björg.
„Já, jiað er venjan. En jiið verðið að lialda skólareglurnar
eins fyrir þvi. Þið hafið ekki lesið rétt á klukkuna. Kannski þið
vilduð nú vera svo elskulegar að gera grein fyrir jiessum þýð-
ingarmiklu erindagerðum,“ sagði Strandvold.
„Hér er um 250 000 krónur að ræða,“ sagði Björg.
Likast var sem andlitssvipur Strandvoids stirðnaði. „Hvað
sagðirðu? Ja-há! Eru nú 250 000 krónur á ferð og flugi hérna
milli trjánna?"
„Við viljum mjög gjarnan útskýra þetta allt,“ sagði Björg.
„Þér vitið, að við erum ekki vanar að skrökva."
„Gott og vel,“ sagði liann. „En dragið ekkert undan.“
Siðan sagði "Björg honum alla söguna. Stína og Karen skutu
inn orði og orði til að minna liana á. Að síðustu lofuðust þær til
að vera afar duglegar við lieimanámið, ef þær fengju að halda
áfram leitinni að manninum.
„Að sumu leyti virðist Jietta allt vera uppspuni,“ sagði Strand-
vold. „En að ýmsu leyti virðast vera sannleikskorn í sögunni.
Og sagan er svo flókin, að þið getið varla liaft vit til að
skrökva þessu öllu. Ég kannast líka við Birgi Bentson, því ég
heyrði eitt sinn leikið mjög athyglisvert tónverk eftir hann á
vegum Félags ungra tónlistarmanna. Hins vegar verð ég að
halda uppi aga á vegum skólans og l>að er anzi erfitt að halda
í hemilinn á ykkur. Svo komið Jiið með alls konar skýringar á
ykkar háttalagi, skýringar, sem hljóma býsna trúlega. Ef ég
væri ekki jafn góðviljaður og eftirgefanlegur og ég er, mundi
ég að sjálfsögðu fara með ykkur til skólans og láta ykkur sæta
verðskuldaðri refsingu. En nú skuluð Jiið lialda áfram leitinni.
Og ég vona að vel gangi. Flýtið ykkur Jiá af stað.“
Þetta létu þær ekki segja sér tvisvar og hjóiuðu af stað
til syðri hluta skógarins. Þegar Jiær voru komnar áleiðis, sagði
Björg:
„Ég er viss um, að herra Strandvold á fáa sína líka að
mannkostum. En við verðum víst að taka okkur til og lesa
dyggilega, Jiegar heim í skólann kemur. Ekki má nú minna vera,
en við gerum Jiað fyrir liann, svo að enginn þurfi að kvarta
undan vankunnáttu okkar á morgun.“
Þær voru allar sammála um þetta. Eftir skamma stund voru
þær komnar inn i syðri liluta skógarins og fóru greitt, þótt
þar væru þrengri stígar og ósléttari. Skyndilega lieyrðu lia‘i'
sagarhvin.
Björg kallaði: „Hér er liann. Komið þið, stelpur. Brátt náum
við miðanum. Þrengingum okkar lýkur senn.“
Þær stigu af hjólunum og gengu á liljóðið inni á niiB'
trjánna. Þar var maður að húta sundur trjástofna. Hann virtist
nokkuð við aldur.
Björg varð fyrst til mannsins.
„Góðan dag,“ sagði hún. „Heitið þér Albin Jönsson?"
„Jú, hér er hann,“ sagði maðurinn með ofurlitlum sænskum
málhreimi.
Björg liafði gert sér vonir um, að liann væri i jaltkanum, an
hann var þá aðeins í vinnuhuxum og köflóttri skyrtu.
„Ég veit, að ykkur mun finnast það undarleg spurning, sem
við herum hér upp, en gaf frú Bentson yður ekki jakka um dag-
inn?“ spurði Björg.
Hann leit á þær undrandi. Svo glaðnaði yfir honum.
„Jú, liún var svo elskuleg að gefa mér ágætan jakka um dag-
inn. Sonur liennar átti hann áður. En hvers vegna spyrjið þið
um þetta?“
„Vegna þess að við þurfum að ná í dálítið, sem er í brjóst-
vasanum á jakkanum," svaraði Karen. „Birgir Bentson gleymd*
þvi þar.“
„Það var nú verri sagan,“ sagði Alliin Jönsson og var nú
orðinn alvarlegur. „Jakkinn er sem sé ekki í minni eigu lengur.“
„Hvað segið þér? Hvað er ekki lengur í yðar eigu?“ spurði
Björg.
„Nei, því miður,“ sagði hann. „Mér þykir það mjög leilL
af því að þetta var mjög góður jakki. Þess vegna vildi ég ekki
vinna í honum. Ég átti að fella hér nokkur tré um daginn oí?
liengdi jakkann á grein á meðan. Svo þegar ég .hætti að vinna
og ætlaði að fara lieim, var jakkinn liorfinn. Einhver hafð'
hnuplað jakkanum.“
Þetta voru fjórðu vonbrigðin fyrir stúlkurnar og að auki
þau langverstu.
Framhald í næsta blaði.
538