Æskan - 01.11.1969, Page 85
+.—..——— ----—.—.——..+
149. í þrjár vikur kemst Heiða ekki til ömmu. Svo mikið er Tannfergið. Hún leggur þeim mun
mciri rækt við að kenna Pétri. Að lokum segir Pétur kvöld nokkurt, þegar hann kemur heim
úr skólanum: „Ég get það.“ „Hvað getur þú?“ spyr mamma. „Lesið,“ segir Pétur hreykinn.
„Heyrir þú, hvað hann segir, amma?“ Mamma Péturs slær á lærið af undrun. „Heiða sagði,
að ég ætti að lesa einn af sálmunum þínum upphátt fyrir þig, amma,“ segir Pétur og byrjar
lesturinn, en mamma og amma hlusta á. 150. NÆSTA dag er haldið lestrarpróf í bekknum
hans Péturs. „Eigum við að hlaupa yfir þig, Pétur, eins og venjulega, eða eigum við að reyna
cinu sinni enn? Ég sagði ekki að lesa, en kannski þú reynir að stauta eina línu.“ Pétur stendur
upp og gengur til kennarans. Hann Ies margar línur reiprennandi, án þess að reka nokkurn
tíma í vörðurnar. „Hvernig má þetta vera, Pétur?“ spyr kennarinn. Pétur svarar: „Heiða.“
Kennarinn lítur á Heiðu, sem situr grafkyrr, eins og ekkert hafi í skorizt.
151. Maímánuður er kominn með sólskin og sunnanvind. Heiða er komin aftur upp til fjalla.
Hún hefur lagt sig í grasið og fylgist með fiðrildunum, sem flögra fram og aftur. Suðið í skor-
dýrum hljómar í eyrum hennar eins og fagur söngur. Upp til fjalla, upp til fjalla. En nú berst
henni annað hljóð til eyrna. Afi er að saga. Hvað skyldi hann vera að smíða núna? Heiða
stekkur á fætur, hún verður að sjá, hvað afi er að gera. 152. „ÞETTA eru stólar handa Klöru
og ömmu hennar,“ segir Heiða, þegar hún sér stól, sem afi er að smíða. „En það verður að
vera einum stól fleira. Heldur þú ekki, að ungfrú Rottenmeier komi líka?“ spyr Heiða, síður
en svo glöð í bragði. „Ég veit það ekki,“ segir afi. „En þá getur hún setið hara á eldhús-
kolli.“ Heiða hristir höfuðið. „Nei, á hann held ég hún setjist ekki.“ „Þá bjóðum við henni
sæti í sófanum með græna áklæðinu,“ segir afi og bendir á grænt grasið.
Davið: Hvernig stendur á
þvi, að þú hættir allt í einu að
raka þig og lætur nú skegg þitt
vaxa ?
Björn: Ég var inni hjá rak-
ara, sem var að sápa á mér
hökuna, þegar maður kom inn
til mín með stóran reikning,
sem hann krafðist að ég borg-
aði strax; hann sagðist ekki
nenna að fara fleiri ferðir með
hann. — Þú getur þó líklega
beðið þangað til ég er búinn
að raka mig, sagði ég. Hann
játaði því og sagði, að það
væri sjálfsagt. Ég bað menn
að minnast þess, fékk mér
þurrku og þurrkaði af mér
sápuna, ég hætti við að raka
mig og ætla að láta skegg mitt
standa ólireyft til æviloka.
Einu sinni var lítil stúlka,
sem fékk alltaf það sama að
horða og drekka sem fullorðna
fólkið. Og hún vissi það ekki,
að í nágrannahúsunum var
börnunum gefin mjólk, þegar
hitt fólkið fékk kaffi. Eitt sinn
fór liún með foreldrum sinum
í næsta hús. Var þeim gefið
kaffi, en lienni mjólk í grunnri
skál, sem liktist mataríláti kisu
hennar. Hún horfði um stund
sem höggdofa á mjólkina, fór
síðan niður af stólnum, gekk
til móður sinnar og sagði of-
urlágt við hana: — Heyrðu,
mamma! Viltu ekki segja kon-
unni, að ég sé stúlka? -— Hún
heldur vist að ég sé köttur!
Fyrir nokkrum árum eyddi
borgarráðið í Los Angeles i
Bandaríkjunum fullum tveim
klukkustundum i umræður um
það, livort liundar gætu lesið
eða ekki.
Umræðan varð af þeirri ein-
földu ástæðu, að borgarráðið
lét sctja upp spjöld i garða-
hverfum borgarinnar með
þessari áletrun: „Hundar, þeg-
ið frá kl. G á kvöldin til kl. 10
á morgnana!“
Einn borgarráðsmaðurinn
fann að þessum spjöldum og
krafðist þess, að hin hlægilega
áletrun væri tekin af spjöld-
unum. f heilagri reiði hrópaði
þessi horgarráðsmaður til
borgarstjórans: „Haldið ])ér,
að hundarnir geti lesið? Ef
þeir geta ekki lesið, livers
vegna gefið þér þeim skriflcga
áminningu um, að þeir megi
ekki gelta?“
Eftir tveggja stunda um-
ræðu var afráðið að taka burtu
spjöldin vegna þess að sannað
var, að hundarnir i Los Angel-
es kynnu ekki stafrófið frekar
en hundar í öðrum borgum
heimsins.
577