Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 28

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 28
Sovézkt ævintýri. Jurgis Rastelis Sputnik Einu sinni í fyrndinni var piltur. Hann hét Jurgis Rastelis. Dag nokk- urn lagSi hann upp í ferð í leit að húsbónda, sem mundi vilja ráða hann í þjónustu sína í heilt ár. „Hvað viltu mikil laun“ spurði bóndi nokkur hann. „Það sem fýkur inn í eyrað á mér á árinu,“ svaraði Rastelis. Bóndinn samþykkti þetta glaður. Þegar Rastelis sáði rúgnum, sett- ist eitt korn í eyra hans. Þegar hann þreskti hveitið, settist annað korn í eyrað hans. Þegar hann vinsaði úr bygginu, settist enn korn í eyra hans. Rastelis vann og vann frá dögun til sólseturs. Og áður en hann vissi af því, var allt árið á enda. Rastelis vafði kornunum inn í hálsklútinn sinn, kvaddi húsbónda sinn, og lagði enn af stað til að leita gæfunnar. Heilan dag gekk hann eftir ryk- ugum vegi og undir kvöld kom hann að bóndabæ. Þar baðst hann gistingar. „Jæja, þá,“ sagði húsbóndinn. Rastelis tók klútinn sinn, rétti manninum og sagði: „Ég ætla að sofa á heyloftinu. Viltu taka þennan klút og geyma hann fyrir mig á öruggum stað. [ honum er heils ár hýra mín.“ Maðurinn tók við klútnum og sagði: „Jæja þá. Ég skal varðveita hann fyrir þig.“ Rastelis fór að sofa, en hjá manninum vaknaði forvitni. Hann ákvað að sjá, hvað væri f klútnum. Hann settist á veröndina, og rakti sundur klútinn. Kornin þrjú féllu til jarðar. Áður en talið varð upp að þrem, hafði haninn komið og hám- að í sig kornin. Þegar Rastelis vaknaði næsta morgun, sagði hann við húsbónd- ann: „Þakka þér fyrir gestrisnina, en nú vil ég fá klútinn minn aftur, því að ég ætla að leggja strax af stað.“ Maðurinn rétti honum klútinn, tvístígandi og kindarlegur á svipinn. „Fyrirgefðu mér, góði maður. Mig langaði að sjá, hve mikið þú hafðir unnið þér inn á einu ári. Ég rakti upp klútinn, og kornin þrjú duttu út. En til allrar bölvunar kom haninn og gleypti þau.“ „Nei, ég get ekki fyrirgefið þér það,“ sagði Rastelis. „Þessi þrjú korn voru umbun mín fyrir heils árs vinnu. Þar sem haninn þinn át hana, verður þú að láta mig fá hann.“ Hvað gat maðurinn gert? Hann lét hanann af hendi, og Rastelis brá honum undir jakkann sinn. Svo hélt hann af stað. Um kvöldið baðst Rastelis gisting- ar á öðrum bóndabæ. Húsmóðirin fylgdi honum í kalt afhýsi, bjó þar um hann og bauð honum góða nótt. Rastelis tók hanann undan jakk- anum og sagði við húsmóðurina: „Viltu taka hanann minn og setja hann í st'u, annars heldur galið í honum vöku fyrir mér.“ Konan játaði því og fór með han- ann út í stíu, þar sem hún fitaði gæsir sínar. Næsta morgun ætlaði hún að sækja hanann, en sá þá, að gæsirnar höfðu goggað hann til bana. „Nú skal ég segja þér nokkuð. Gæsirnar mínar hafa hakkað líftór- una úr hananum þínum. Viltu fyrir- gefa mér,“ bað húsmóðirin. „Hvernig get ég fyrirgefið þér? Þessi hani var heils árs vinnulaun mín. Þú verður að bæta mér þetta upp, kona góð.“ Hvað gat konan gert? Hún gaf Rastelis gæsirnar smar. Rastelis kvaddi húsmóðurina. Hann braut sér grein af tré og rak gæsirnar á undan sér eftir veginum- Undir kvöld kom Rastelis að bóndabæ og spurði, hvort hann mætti gista eina nótt. „Hjá mér er allt fullt af gestum og hvergi autt rúm. En ef þú vilt, máttu gera þér bæli í þreskihlöðunni.1 „Ég er þakklátur fyrir það,“ svar- aði Rastelis. „Nema hvar á ég að láta gæsirnar mínar?“ „Farðu með þær í stíuna. Ég er með flækingshund í bandi þar.“ Rastelis setti gæsirnar sínar í stf- una og lagðist svo til svefns. Snemma næsta morgun, þegaf Rastelis kom í st:una, sá hann g®s' irnar sínar liggja dauðar með lapP' irnar út í loftið. Hundurinn lá hjá þeim og sleikti út um. „Vei mér aumum. Heils árs laun mín að engu orðin. Þú verður að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.