Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 48

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 48
sér því að gera aldrei framar neitt rangt, hvorki skera á rokkstrengina né hleypa út úr kvfunum né fara aleinn niður að sjónum. Hann sofnaði út af, þar sem hann lá, og hann dreymdi um kiðlinginn, að hann væri kominn til himnaríkis. Þar sat drottinn með sítt skegg, eins og hann háfði séð á mynd, og kiðlingurinn stóð og beit lauf á skínandi tré. En Ey- vindur sat aleinn á bæjarþekjunni og gat ekki komist upp. Þá kom eitthvað vott við eyrað á honum, svo að hann hrökk upp. „M-e-e-e-e!“ kvað við eyrað á hon- um, og það var kiðlingurinn, sem var kominn aftur. „Nei, ertu kominn aftur?“ Hann stökk upp, tók í báða framfæturna á kiðlingnum og dansaði við hann eins og bróður sinn. Hann kippti í skeggið á honum og ætlaði með hann rakleiðis heim til móður sinnar. En í því heyrði hann til einhvers fyrir aftan sig og sá, að stúlkan sat í grasinu þar rétt hjá. Nú skildi hann, hvernig í öllu lá. Hann sleppti kiðlingnum. „Ert það þú, sem ert komin með hann?“ Hún sat og reytti upp grasið með hendinni og sagði: „Ég fékk ekki að halda honum. Afi situr þarna og bíður.“ Meðan drengurinn stóð nú og virti hana fyrir sér, heyrði hann kallað með hvassri röddu: „Nú, nú!“ Þá mundi hún, hvað hún átti að gera. Hún stóð upp og gekk að Eyvindi, rétti honum aðra molduga höndina, leit undan og sagði: „Ég bið þig að fyrir- gefa mér.“ En þá var hugur hennar líka þrotinn, hún kastaði sér yfir kiðlinginn og grét. „Flýttu þér nú,“ sagði afi hennar uppi á brúninni. Og María stóð upp og gekk nú upp eftir heldur sein- lega. „Þú gleymir sokkabandinu þínu,“ kallaði Eyvi.ndur á eftir henni. Þá sneri hún sér við og leit fyrst á bandið og svo á Eyvind. Loks sigraði göfuglyndið f sál hennar, og hún sagði kjökrandi: „Það mátt þú eiga.“ Hann gekk til hennar og tók í hönd henni: „Þakka þér fyrir," sagði hann. „O, ekkert að þakka,“ svaraði hún, stundi langan við og hélt áfram. Hann settist aftur niður í grasið. Kiðlingurinn var við hlið hans, en honum þótti nú ekki lengur eins mikið í hann varið og áður. Kiðlingurinn gekk tjóðraður hjá bæjarvegg, Ey- vindur gekk og mændi augum upp á klettinn. Móðir hans kom og sat hjá honum. Hann vildi heyra ævin- týri um það, sem var langt í burt, því að nú nægði kiðlingurinn honum ekki lengur. Svo fékk hann að heyra, að einu sinni hefðu allir hlutir getað talað. Kletturinn talaði við lækinn og lækurinn við ána og áin við hafið og hafið við himininn. En svo spurði hann, hvort himinninn talaði ekki við neinn. Og him- inninn talaði við skýin, en skýin við trén, en trén við grasið, en grasið við flugurnar, en flugurnar við dýrin, en dýrin við börnin, en börnin við fullorðna fólkið. Og svona gekk koll af kolli, þangað til að allt var komið hringinn í kring og enginn vissi, hvar byrjaði. Eyvindur horfði á klettinn, trén, hafið, him- ininn og hafði í rauninni aldrei séð það verulega fyrr. í því bili kom kötturinn út og lagðist á helluna í sólskininu. „Hvað segir kötturinn?“ spurði Eyvindur og benti. Móðir hans kvað: Fögur er kvöldsólin, heið og hrein Lata kisa liggur á stein. „Ég drap eina mús, lapti rjóma úr krús. Steiktri stirtlu og sporði stal ég undir borði. Ég er svo sæl og sveitt, södd og löt og þreytt," segir kisa. En haninn kom með öllum hænsnunum. „Hvað segir haninn?“ spurði Eyvindur og skellti saman lófunum. Móðir hans kvað: Hænan vaggar með hopp og læti. En haninn galar á öðrunrí fæti. „Gæsin gráa stórt vill státa. En stórt er nú ekki af að láta. Eða hefur hún vit á við hana? Hvað vill hún sér svo trana? . Inn undir þak, allur hænsna-her, sólin má í kvöld eiga sig fyrir mér,“ segir haninn. En tveir smáfuglar sátu uppi á mæninum og sungu- „Hvað segja fuglarnir?" spurði Eyvindur og hló. „Þeim, sem ei þarf að þræla, þeim er lífið sæla,“ segir fuglinn. Og hann fékk að heyra, hvað það sagði allt saman, allt niður að maurnum, sem skreið í mosaþúfunni, og orminum, sem nagaði trjábörkinn. Það sumar fór móðir hans að kenna honum sS lesa. Bækurnar hafði hann lengi átt og hugsað mikið um, hvernig það mundi verða, þegar þær færu líka að fá málið og tala við hann. Nú urðu bókstafirnir að dýrum, fuglum og öllu hugsanlegu. En svo fóru þeir brátt að ganga saman tveir og tveir. A studdist upp við tré, sem B hét, svo kom E og gerði slík*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.