Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1975, Page 52

Æskan - 01.10.1975, Page 52
M enn setti að vonum hljóða, er sú fregn barst út um v ða veröld, að Júri Gagarin, fyrsti geimfari heimsins, hefði farist á venjulegu æf- ingaflugi á þotunni MIG-15 hinn 27. febrúar 1968. Hinn 12. apríl 1961 hafði hann fyrstur manna hætt sér út í himingeiminn og þotið á 108 mínútum, með 30 þús. km hraða á klst. umhverfis jarðarhnöttinn. Það, sem skáldið Einar Benediktsson hafði órað fyrir í kvæðinu Hnattasund, var þar með orðið að veruleika. Gagarin í geimbúningnum. En 12. apríl 1961, dagur Gagarins, 27 ára trésmiðS' sonar, markar hér tímamót. Þessi fullhugi lét einn djarfasta framtfðardraum mannkynsins á tækniöld rætast. Með afreki hans hófst öld stjarnflugsins- Gagarin varð ekki einungis þjóðhetja, heldur braut- ryðjandi allrar veraldarinnar. Að sjálfsögðu var afrek hans óspart notað sem hátromp I hinni pólitísku áhættuspilamennsku, sem þreytt hefur verið milli austurs og vesturs um ára- tuga skeið. En látleysi og þokki fyrsta geimfarans vakti óskipta samúð og aðdáun allra, sem kynntust honum, er hann var sendur víða um lönd sem fu^' trúi þjóðar sinnar. Kornungur hafði Gagarin sett sér það takma^ að gerast flugmaður. Þegar hann fæddist 9. mars 1934, störfuðu foreldrar hans að samyrkjubúskap- En árið 1941 varð Gagarin-fjölskyldan að flýja aust- ur á bóginn undan herskörum Hitlers, og skólaganð3 sveinsins varð æði slitrótt fyrir bragðið. En hann stundaði almennt nám með frábærri iðni og dugn- aði, lauk því 17 ára gamall með lofsverðum vitnis burði og hóf því næst tækninám. Síðan 1961 eru geimfarir orðnar svo algenð3^ að þær þykja ekki framar stórtíðindum sæta. Tvo af stórveldum heimsins, Bandaríkin og Rússlana> hafa staðið að þessum hrollvekjandi frarnkvæmdum og skipst á um að setja þar met, hafin yfir tíma oQ Gagarln, sem barn. 50

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.