Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1975, Page 54

Æskan - 01.10.1975, Page 54
Það er mun erfiðara fyrir ökumann að stöðva bifreiðina þegar ,hált er, hemlunar- vegalengdin getur orðið allt að helmingi lengri. Þetta verðum við að hafa hugfast, þegar við ætlum yfir akbraut, sem er hál vegna bleytu, ísingar eða snjókomu. Við eigum einnig erfiðara með að ganga röskiega yfir ef hált er. Þegar við förum út úr strætisvagni, skulum við alltaf biða á gangstéttinni þar til vagninn hefur ekið brott. Þá fyrst g'etum við fullvissað okkur um,‘ að við getum hindrunarlaust gengið yfir. Úti á þjóðvegunum aka bifreiðarnar hraðar og eiga þar af leiðandi erfiðara með að stöðva. þess vegna verðum við að bíða þangað til við erum viss um að komast yfir á öruggan hátt. Þegar við göngum a vegi þar sem engar gang- stéttar eru, skulum við ávallt ganga ó hægri vegarbrún, á móti akandi umferð. Þá sjáum við vel til bifreiða sem á móti koma, en þær sem koma aftan frá, eru á hinum vegar- helmingnum þ.e.a.s. fjær okkur. Börn eiga erfiðara en fullorðnir með að ótta sig á umferðinni. Þess vegna verðum við, hinir fullorðnu, að leiðbeina þeim og vernda þau fyrir þeim hættum sem að steðja. 52

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.