Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 3

Æskan - 01.02.1979, Síða 3
Rltstjóri: GRlMUR ENGILBERTS, ritstjóm og skrílstola: Laugavogl 56, siml 10248, helmasfml 12042. Framkvæmdastjórí: KRISTJAn GUÐMUNDSSON, helmasíml 23230. Algrelðslumaður: SIGURÐUR KÁRI JÚHANNSSON, helmasfmi 18464. Afgrelðsla: Laugavegl 56, síml 17336. - Árgangurlnn kostar kr. 6.000.-. G|alddagl er 1. aprfl. - utanðskrlH: ÆSKAN, pósthólf 14, Reyk|avík. Póstgfró 14014. Útgefandl: Slórstúka fslands. Prentsmlðjan Oddl hf. Febrúar 1979 Bernskaminiiiiigar » g hef líklega verið á níunda eða tíunda árinu. Það var heitur sólskinsdagur snemma á túnaslætti. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru komnir út á tún. Þarna lá taðan, nýslegin, hvanngræn, víðast hvar í einni síbreiðu. Stúlkurnar voru Ijósklæddar með hvíta eða fósótta skýluklúta og létu þá slúta fram yfir ennið, svo að varla sá nema í nefbroddinn. Þetta var í þá daga, er ungar stúlkur þvoðu sér í framan úr nýmjólk eða rjóma til þess að fegra andlit sín og verða bjartar á hörund, og á sumrin forðuðust þær eins og heitan eldinn að verða útiteknar °g sólbrenndar. Piltarnir voru snöggklæddir og berhöfðaðir. Þeir skeyttu ekki um, þó að hörundsliturinn dökknaði. Þeir voru þetta á undan tímanum, að þeir létu loft og sól leika frjálst um höfuð og andlit. Fólkið var yfirleitt kátt og létt í lund. Hvernig var líka annað hægt í glaða sólskininu og brakandi þurrkinum? Daginn áður hafði ég eignast nýja hrífu, sem var hæfi- lega stór handa mér. Hún var Ijómandi falleg og létt, skaftið mjótt og sþengilegt og hausinn mátulega stór. Ég var í sjöunda himni, er ég dansaði út á túnið með nýju hrífuna. Svo fallega hrífu hafði ég aldrei átt og ég var talsvert hreykin af því, að hún hafði veriö smíðuð bein- línis handa mér. Það þótti ósiöur, að margir væru saman í flekk, jafnvel þótt þeir væru stórir, — tímaeyðsla að bíða eftir hinum við enda rifgarðanna. Ég lagði lag mitt við unglingsstúlku, sem kölluð var Tóta. Þá kom fyrir atvik, sem er mér mjög minnisstætt. Við kepþtumst við að snúa og hlupum annað veifið með rifgarðana hlæjandi og flissandi, en fleygðum okkur stundum niður á milli. Allt í einu rekur Tóta upp hljóð, og ég heyri eitthvert undarlegt hljóð í heyinu. „Guð hjálpi mér; hvað er þetta?" Við beygjum okkur niður. Og hvað haldið þiö, að við finnum? Dálítinn fugl; hálfvaxinn andarunga. Hann hafði víst flækst inn í heyið. Og Tóta hafði stigið ofan á hann. ■■■■■ ÆSKAN hefur í 80 ár hvatt börn og unglinga að lifa hófsömu og reglusömu lífi, bent þeim meðal annars á böl áfengisins og skaðsemi tóbaksins. 1

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.