Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 11

Æskan - 01.02.1979, Síða 11
AKUREYRI Síðast lýsti ég möguleikum ungl- inga í Eyjum til að gera sér eitthvað gott og blessað til dundurs. Aftur skal sagt frá ungu fólki en bæði mín vegna og — þó aðallega — ykkar tek ég efnið nú öðrum tökum. Ella yrði þetta of keimlíkt. „Myndasögu hef ég það,“ hugsaði ég með mér er ég hélt af stað til Ak- ureyrar. Og fannst það mikið snjall- ræði. Ég skyldi arka um bæinn í blíð- viðrinu og sólskininu og mynda ó- spart. Við höfnlna. En — þið kannist við þessi blesuð en, er það ekki? — sólin hafði víst ekki hugsað sér að skína nema rétt mátu- lega á mig. Þegar ég mundaði niyndavélina var sól ekki í heiði nema Frissa og Vidda. með glöppum. Þá stundina var hún sem sé að bæta Reykvíkingum upp undanfarin rigningarsumur. Ég verð þó að játa að strax eftir komuna til Akureyrar skellti ég mér í laugina með fjölskyldunni, til að skola af okkur ferðarykið, og þá skein sólin glatt. Friðbjarnarhús og brjóstmynd af Friðbirni Steinssyni. Af óhöndugleika áhugaljósmyndarans Þegar samviskubitið fór að angra mig — eða var það kannski svengdin? — dreif ég mig af stað. í brekkunni neðan barnaskólans sá ég blómarósir með hrífur í höndum. ,,Það ber vel í veiði," hugsaði ég, „þarna er æskan að starfi, tilvalið að taka þessar tali.“ Ég gaukaði nestistöskunni að konu og börnum og benti á góðan stað að snæða á en hélt sjálfur í humátt til stúlknanna, vígreifur með vélina, blý- ant og blað. Æ, mundi með sama að filman var ekki í. „Hvar er filman, kona?“ — „Þú gekkst frá henni sjálf- ur.“ Opna hanskahólfið, tæti upp úr tösku, — sólin laumast bak við ský — hvert í... Mér sýnist líka að stúlkurn- ar séu á leið brott. Svona er að synd(g)a upp á náðina. Skelli filmunni Svana og Stefán. Rita og Herbert. 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.