Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 36

Æskan - 01.02.1979, Síða 36
ÆSKUNNI hefur farnast vel í 80 ár. Hún er elsta barnablað landsins. ÆSKAN skipar það heiðurssæti að vera með allra elstu blöðum, sem út koma í dag á íslandi. jj v.iu vjir u Hörundsliturinn orsakast af því, hvernig þessi 4 litarefni blandast í húðinni, en það getur verið í óteljandi afbrigðum, þó einn meginlitur ráði. Sólbirta getur myndað melanin — svarta litarefnið — og fólk í hitabelt- islöndum hefur því dekkri hörundslit en íbúar norðlægra svæða. Dveljumst við hins vegar lengi í kröftugu skini sólar, sjá útfjólubláir geislar hennar fljótlega fyrir því að gera okkur fagur- lega sólbrún. HVAÐ ER BLÓÐGJÖF? HVERS VEGNA ER FÓLK MEÐ MISMUN- ANDI HÖRUNDSLIT? N.-Evrópubúar eru stundum nefndir ,,bleikskinnar“ vegna hins hvíta hörundslitar. í V.-Afríku búa hinir svörtu og í A.-Asíu þeir gulu. Meirihluti mannkyns er þó hvorki al- veg hvítur, svartur né gulur, heldur eru fulltrúar hundraða lita allt frá Ijósrauðu í kaffibrúnt. Hver er ástæðan fyrir því að fólk hefur svo fjölbreytilegan hörundslit? Skýringin liggur í fjölda efnafræði- legra breytinga sem eiga sér staö í líkamanum og hörundi hans. í hörundsvefjunum eru „litblendi" sem nefnast chromgen, og eru í sjálfu sér litlaus. En þegar vissir hvatar eða enzymar verka á þau, verða áhrifin hins vegar þau, að hörundið fær al- veg ákveðinn lit. Ef manneskja hefur ekki í sér þessi chromogen eða hvatar þess verka ekki á þau, verður viðkomandi algjör hvítingi (albínó). Hvítingjar geta fæðst hvar sem er í heiminum. Meðal svört- ustu negra Afríku þekkjast albínóar, sem eru hvítari en nokkur hvítur maöur! Án nokkurs litarefnis væri húð okk- ar nær mjallahvít, en því varnar þó gulleitur blær sem í henni er, svartur sem orsakast af smáögnum er nefn- ast melanin, og rauður frá blóðinu. Maður getur þurft á blóðgjöf að halda af ýmsum ástæðum. Maður sem verður fyrir slysi, fær innri blæð- ingu eða sjúklingur sem þarf að gera mikla skurðaðgerð á — í slíkum til- fellum getur verið gott og jafnvel lífs- nauðsyn að framkvæma blóðgjöf — þ. e. að færa blóð frá annarri mann- eskju yfir í sjúklinginn. Hugmyndin um blóðgjöf er ekki ný. Árið 1654 framkvæmdi ítalskur læknir Francesco Folli, blóðtilfærslu milli dýra. Síðar voru gerðar tilraunir með að færa blóð úr dýrum yfir í mann- eskjur, en það gaf ekki góðan árang- ur. í dag vitum við að dýr af einni teg- und — og maðurinn er ,,sértegund“ — þolir ekki blóð úr annarri tegund. Blóð úr annarri tegund vinnur blátt áfram sem eitur og orsakar venjulega dauða. í fyrri heimsstyrjöldinni voru gerðar margar blóðgjafir, því þá vissu 30

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.