Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1979, Page 43

Æskan - 01.02.1979, Page 43
Hreindýrið lifir um allan norður- hluta jarðarinnar. Á fslandl var það fyrr á tímum flutt Inn frá Nor- egi. Zebrahesturinn Zebrahesturinn erstundum einnig nefndur tígrishestur- inn, sem dregið er af röndun- um, sem hann ber um allan Heimkynni zebrahesta eru nú talin takmarkast við viss svæði í Suður- og Mið-Afríku. skrokk/nn. Á hinum frum- stæða zebrahesti er húðin hvít eða Ijósgul, með svörtum eða rauðbrúnum röndum þvert yfir allan skrokkinn. Eins og allir villtir hestar, lifa þeir í hópum. Sérkenni þeirra er nægjusemi og eirðarleysi. Á hinum víðáttumiklu sléttum S.-Afríku eru þeir oft á ferð með antilópum og strútum. Ein af mörgum sértegund- um zebrahesta er Quagg — nú útdauð — og hin eiginlega frumtegund er mjög sjaldgæf orðin. S.-Afríka er aðalheim- kynni zebrahestsins og þar er hann helst á klettaslóðum. Það hefur lengst af veriö talið að ekki væri hægt að temja zebrahestinn, en þetta hefur þó tekist með tilraunum í Englandi. Kom í Ijós að hægt var að nota þá eins og venju- lega hesta til þess að draga létta vagna. — Þetta notum vlð í neyðartil- fellum. HVAR LIFA DÝRIN? Hjörturinn Ýmsar tegundir eru til af hjartardýrum svo að segja um allan hnöttinn, nema í Af- ríku, sunnan við Atlasfjöll og í Ástralíu. Það þykir undarlegt að frumlegustu hjartarteg- undirnar eru í Suður- og Aust- ur-Asíu. Fyrr á tímum hafa þær verið á miklu stærra svæði, t. d. um mikinn hluta Evrópu, en flæmst til SA.-Asíu og þar fjölgað svo ýmsum hjartartegundum, að þetta jarðsvæði er nú talið aðal heimkynni þeirra. Einna glæsilegasta tegund þessara dýra er krónhjört- inn. Hann er enn þekktur víð- ast hvar um Evrópu, allt norður undir 65° nbr., en hefur þó fækkað mjög þar sem mannabyggð er mest. Heyrn, sjón og lyktnæmi krónhjartarins er talið svo frábært, að hann verði mannaferöa var í 600 m fjar- lægð. Hjörturinn er talinn mjög styggur, en finni hann til frið- unar hættir hann að óttast manninn. Hjartarkálfur er svo hjálparlaus fyrstu 3—4 daga eftir fæðingu, að hann getur ekki hreyft sig úr stað og móðirin gætir hans þá af ýtr- Hjörturlnn er útbreiddur um nær alia jörðina, nema Ástralíu og meginhluta Afríku. Á þessu korti er ekki tekið tiliit til hreindýra og elgsdýra, sem eru af hjartarkyni. ■■■■■■■■■■ ■■■■

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.