Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 3
■| Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn og skrifstofa: Laugavegi 56, sími 10248, heimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN JanÚar
_ ’ , ’ GUÐMUNDSSON, heimasími 23230. Afgreiðslumaður: SIGURÐUR KÁRIJÓHANNSSON, heimasími 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, sími . _
o2.. arg. 17336. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgíró 14014. Útgefandi: Stórstúka íslands. — Prentsmiöjan Oddi hf. l9ol
Alþjóðaár
fatlaðra 1981
Á 31. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna var samþykkt aó lýsa því yfir að árið
1981 skyldi vera „alþjóðlegt ár fatlaöra“.
Orðið fatlaður á, samkvæmt skilgrein-
ingu allsherjarþingsins, viö hvern þann
mann, sem er ófær um, að einhverju eða
öllu leyti, að tryggja sér sjálfur nauðsynjar
eölilegs einstaklingslífs, vegna einhvers
ágalla, meðfædds eða ekki, á andlegum
eða líkamlegum hæfileikum sínum.
Kjörorð alþjóðaárs fatlaðra er: FULL-
KOMIN ÞÁTTTAKA OG JAFNRÉTTI.
Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd
til að samræma aðgerðir á íslandi, vegna
alþjóðaársins, svo nefnda ALFA-nefnd.
ALFA er stytting úr Alþjóðaár Fatlaðra.
Með skipun nefndarinnar er leitast við að
tengja saman aðgerðir opinberra aðila og
samtaka fatlaöra.
Það er talið að yfir 400 milljónir fatlaðra
manna séu í heiminum, en áætlað er að
10—12% af hverri þjóð séu fatlaðir á einn
eða annan hátt.
í vanþróuðum löndum þar sem
næringarskortur, sjúkdómar, örbirgð og
skortur á læknishjálp eru, þar eiga fatlaðir
erfiðast.
En fatlaðir hafa líka orðiö útundan í
iðnaðarlöndunum. Samfélagið er skipu-
lagt fyrir þá sem eru ófatlaóir.
Vinnustaðir, skólar, íbúðir og umhverfi
okkar er víðast hvar þannig úr garði gert
að útilokaó er fyrir fatlaöa að nota sér þá
möguleika sem samfélagiö býður upp á.
Markmiðið er að gera samfélagið öllum
jafn lífvænlegt. Fatlaðir einstaklingar eiga,
sem eðlilegur hluti hverrar þjóðfélags-