Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 8
PÉTUR OG
ÚLFURINN
Pétur var aö ganga um í skóginum,
þegar hann heyrði skyndilega ein-
hverja vera aö tala saman. Hann
gægöist gegnum runna og sá Rauð-
hettu vera að tala viö úlfinn.
Hún var að segja honum aö hún
væri að fara til hennar ömmu sinnar
og hvar litla húsiö hennar ömmu væri.
„Allir vita hvernig þessari sögu lýk-
ur,“ sagði hann viö sjálfan sig. ,,Ég
verö aö gera ömmu viðvart" og hann
flýtti sér í áttina til litla hússins hennar.
„Úlfurinn er aö koma“ hrópaði hann.
,,Hvað á ég að gera" sagði amma.
„Veiðimaðurinn er langt, langt inni í
skógi." Nátthúfan hennar titraði af
hræðslu og amma dró sængina upp
yfir höfuð.
,,Við verðum að leika á hann" sagði
Pétur og settist niður til þess að
ákveða hvernig hann ætti að gera
það.
,,Nú veit ég,“ sagði hann eftir svo-
litla stund. ,,Þú verður að fara úr
rúminu og fela þig í skápnum."
,,Ég ælta að leika á úlfinn, en til
þess verð ég að fá nátthúfuna þína.“
Amma gerði eins og hann sagði
henni og hann greip pott á eldavélinni
og batt nátthúfuna á hann, og lagði
hann á koddann. Hann setti kodda
undir sængina og útbjó rúmið þannig
að það leit út fyrir að einhver lægi í
því.
Innan stundar barði úlfurinn að
dyrum.
„Farðu burtu“ kallaði Pétur, en
úlfurinn hló bara. Hann opnaði dyrnar
Þegar Pétur vill (fthisofa
Mörgum börnum — og ef'til vill flestum — finnst gott að koma í rúmið á
kvöldin. En á fjölda heimila gerast atburðir um háttatímann, sem gefa degi
barnanna órólegan endi. Þessa atburði má þó koma í veg fyrir með dálítilli
umhugsun og skilningi — eða að minnsta kosti draga úr þeim.
Fyrst af öllu verða foreldrar að gera sér grein fyrir því, að ekki er unnt að
þvinga barn eða ógna því til að sofa í fleiri tima en það hefur þörf fyrir.
Þar að auki verður að horfast í augu við, að börn, alveg eins og fullorðnir,
þurfa mismikinn svefn. Þó að stóri bróðir svæfi á sínum tíma i þrettán tíma
samfleytt, er engin ástæða til, að litla systir sofi jafnlengi á sama aldri. Hún þarf
kannski ekki meira en tólf tíma eða jafnvel fjórtán eða fimmtán.
Það verður að reyna aö komast að, hvers börn þarfnast, einnig þegar um
svefn er að ræða. Og svo verður að laga sig eftir því eftir bestu getu.
Það er hættulegt að nota rúm sem refsingu. Ef Pétur er settur í rúmið um
miðjan dag, vegna þess að hann hagar sér ekki alveg eins og foreldrarnir óska
eftir, eiga þeir á hættu, að hann fáist ekki til að fara í rúmiö til að sofa.