Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 17
Rauði liturinn sagði við þann bláa,
,,sjáðu hvað ég er fallegur."
Og sá blái sagði við þann rauða,
,,sjáðu hvað ég er fallegur." Og þar
sem þeir voru svona hrifnir hvor af
öðrum, ákváðu þeir að giftast.
Þeir eignuðust börn, og þau voru
fjólublá. Börnin stukku og öönsuðu á
sléttum litastriganum og hittu önnur
litabörn. Þau voru græn.
,,En hvað þið eruð skrítin," sögðu
þau fjólubláu. ,,Hverjir eru foreldrar
ykkar?" „Faðir okkar heitir blár og
móðir okkar gul." ,,Nú, við erum þá
menningu Englendinga. Hann van-
treysti skynsemishyggju og fræöi-
kenningum, en taldi samúð og glað-
værð æðstar allra dyggða. Þó vissi
hann vel að glaðlyndi eitt nægir ekki
til að útrýma örbirgð og spillingu, en
hann fór leynt með þá skoðun sína.
Dickens lést 1870. Líf hans hafði verið
bjartur geisli í tímum gróðahyggju og
miskunnarleysis. Hann fékk mennina
á nýjan leik til að hlæja og vera vin-
gjarnlegir og uppræta grimmdina í
þjóðfélaginu, sem þeim hafði til þess
tíma þótt sjálfsögð.
Ferðalögin eyddu síðustu kröftum
Dickens. Hann dó úr hjartaslagi 1870
frá ólokinni skáldsögu ,,The Mysiery
of Edwin Drood." Hann hlaut
heiðursgrafreit i Westminster Abbey í
London.
skyld," sögðu blá-rauðu börnin, og
þau skemmtu sér öll saman.
Pensill litlu stúlkunnar, sem var að
byrja á nýrri mynd, titraði örlítið á lita-
spjaldinu, sökkti sér svo í svarta
hrúgu, aðgreindi hana og blandaði
með hvítu og örlítið af rauðu og þá var
kominn undurfagur roðalitur, eins og
þegar sólin er að setjast við sjón-
deildarhring. Síðan strauk litla stúlk-
an þetta á stóra hvíta blaðið sitt.
Rauður, blár, gulur, grænn, allir
horfðu með eftirvæntingu á, hver yrði
árangurinn úr þessari blöndu. Það
var eitthvað undarlegt að gerast með
alla þessa liti.
,,Við erum grænu túnin" hrópuðu
gulu og bláu litabörnin fagnandi. ,,Og
við erum fallegu fjólurnar" fögnuðu
börnin sem áttu rauða móður.
Mynd litlu stúlkunnar varð marglit
og falleg eins og talandi ævintýri.
Hver litablettur er eins og setning:
þarna stendur hús, það er hvítkalkað
með brúnar veggsvalir og fallega
græna gluggahlera. Á veggsvölunum
standa gulllit blómaker með marglitum
blómum. Húsið stendur í grænum
túnbletti.
í húsinu býr glaðvær fjölskylda.
Móðirin hefur hitað upþ í ofninum,
sem sjá má því að reyk leggur uppúr
skorsteininum. Fyrst stígur hann
beint, liðast svo útá hlið og smáeyðist.
Á túninu leika sér fimm börn, þrjár
stúlkur og tveir drengir. Annar þeirra
er svo ungur að hann staulast áfram,
4i
&
en ein systranna fylgir honum með
útrétta handleggi viðbúin til stuðn-
ings. Hin börnin kasta á milli sín
brúnleitum bolta yfir þvottasnúru, þar
sem þrjár skyrtur hanga til þerris.
Börnin skemmta sér ágætlega, þau
eru búin með lexíurnar sínar og
kvöldmaturinn er ekki tilbúinn, þau
eiga þessa stund sjálf og boltinn flýg-
ur hátt upp í loft.
Skógurinn er að rökkvast, frá þorp-
inu lengra í burtu sjást einstaka Ijós í
húsum. Létt þoka hvílir yfir akrinum.
Litla stúlkan strýkur pensilinn sinn
og virðir fyrir sér myndina, síðan
heldur hún áfram að mála: Á veginum
frá þorpinu kemur maður hjólandi,
það er pabbi hennar. Hann kemur
beint frá járnbrautarstöðinni, lestin
sem hann kom með sést enn í fjar-
lægð.
Og nú bætir litla stúlkan mömmu
sinni í myndina. Hún kemur út úr
húsdyrunum og kallar til barnanna
,,pabbi ykkar er að koma og maturinn
ertilbúinn, komið þið inn að borða!"
En litla stúlkan er ekki alveg búin,
hún málar í flýti fleira sem henni þykir
vænt um inn í myndina. Þarna kemur
hvítur hvolpur, röndóttur kettlingur,
nokkrar hænur, nokkrir fuglar við
vatnsskál og loks nokkur epli og perur
á trjágreinarnar. Þá hefur hún notað
alla litina, hver þeirra hefur eitthvað
sérstakt að segja, því þeir túlka allir
hugsun og óskir litlu stúlkunnar.
Hún horfir gaumgæfilega á mál-
verkið sitt, þvær síðan pensilinn og
tekur af sér svuntuna. Hún labbar inní
eldhús þar sem amma hennar situr
við kaffibolla, fær sér mjólk í glas og
brauðsneið og sest við borðið hjá
ömmu sinni.
(Höf.: Traudl Kulenkampff
Þýð.: Halld. J.)
15