Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 16

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 16
 Um þessar mundir sýnir Þjóðleikhúsiö barnaleikritið Oliver Tvist, sem er gert eftir hinni heimsfrægu skáldsögu enska skáldsins Charles Dickens. Skáldsagan Oliver Tvist hefur komið út á íslensku í þremur útgáfum hjá Æskunni, og sú síð- asta í desember s.l. Bók þessi er yfir 367 blaðsíður með fjölda mynda og hefur verið börnum og unglingum hin besta skemmt- un og fræðsla. Charles Dickens (1812 — 1870) fæddist í Portsea á Englandi, þar sem faðir hans, John Dickens, starfaði á skrifstofu flotans. Móðir hans hét Elizabeth, fædd Barrow. Þegar Charles var tveggja ára flutti fjöl- skyldan til London, síðan til Chatham, en þaðan eru fyrstu bernskuminning- ar hans, og loks á ný til London, er hann var níu ára gamall. Charles Dickens ólst upp í sárri fá- tækt og höfðu hörmungar bernsku- áranna mikil áhrif á hann æ síðan. Þó minntist hann á fullorðinsárum aldrei á þennan tíma og gat vart umborið að hugsa um hann. Faðir hans átti stöðugt við aukna fjárhagserfiðleika að stríða og lenti að lokum í skuldafangelsi. Móðir Charles litla og fjögur af börnunum dvöldust með John í fangelsinu, en Charles, sem var næstelstur, fékk vinnu í skó- svertuverksmiðju. Þar vann hann í nokkra mánuði við að líma miða á skósvertukrukkur fyrir sex shillinga á viku. Þetta var tími örbirgðar, niður- lægingar og sárrar örvæntingar fyrir drenginn. Þá tæmdist fjölskyldunni arfur, faðirinn losnaði úr skuldafang- elsi og Charles var sendur í skóla. Fimmtán ára gamall fór hann að vinna á lögfræðiskrifstofu. Hann hafði að vísu lítið kaup, en nú eignaðist hann vini og fór að sækja leikhús, og átti sá áhugi eftir að endast honum allt lífið. Nokkru seinna varð hann dómsmála- og síðar þingfréttaritari og loks blaðamaður við „Morning Chronicle". Fyrsta bókmenntaverk hans var „Sketches by Boz", smá- greinar, sem hann skrifaði upphaf- lega fyrir tímarit, ,,Old Monthly Maga- zine", en voru gefnar út 1836. Hlaut bókin þegar miklar vinsældir. Sama ár kvæntist Dickens Catherine Hogarth, og þá var hann einnig beðinn um að semja textann við grínmyndir, sem frægur teiknari, Seymour að nafni hafði gert. Varð það upphafið að hinni geysivinsælu bók hans „Pickwick Papers", en með henni var framtíð hans sem rithöfundar tryggð. Nú urðu snögg umskipti. Dickens hafði verið óþekktur og fremur fá- tækur, en nú hlaut hann frægð og auðævi. Örfáum árum eftir að ,,Pick- wick Papers" kom út, var hann orðinn vinsælasti skáldsagnahöfundur, sem Englendingar hafa nokkru sinni átt. Og hann skrifaði eina bókina af ann- arri þangað til hann lést um 30 árum síðar. Ðickens og kona hans eignuðust tíu börn en slitu samvistum 1858. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Lond- on, síðast í Gad’s Hill en þar hafði hann í bernsku dreymt um að eiga heima. Dickens ferðaðist mikið. Hann fór til Bandaríkjanna og Kanada 1842, og í tveim af næstu bókum sínum, „American Motes" og „Martin Chuzzlewitt", birti hann óvægar lýs- ingar á Ameríkumönnum. Einnig dvaldi hann m. a. í Genúa, Lausanne, París og Boulogne. Með skáldsögunni „David Copper- field" komst hann á hátind frægðar sinnar, en aðalpersóna bókarinnar Mr. Micawber er að nokkru ýkt lýsing á hans eigin föður, og sagan í heild byggist á bernsku hans sjálfs. 1849 sneri Dickens sér að blaðamennsku á nýjan leik og gaf síðan út tímarit til dauðadags. Síðustu árin var Dickens heilsuveill. Hann var óþreyjufullur að eðlisfari og starfaði alla tíð mjög mikið. Á árunum 1858 til 1868 ferðaðist hann mikið um og las upp úr verkum sínum í Eng- landi og Bandaríkjunum og hlaut frá- bærar viðtökur. Eins og allir miklir listamenn, sá hann heiminn ætíð sem nýja og óvænta reynslu. Hann bjó yfir mikilli orðgnótt og hafði jafnframt til að bera frumlega kímni í orðavali. Og síðan Shakespeare leið, hafði enginn Englendingur skapað eins margvís- legar sögupersónur og atburði og hann. Enda höfðu verk hans svo mikil áhrif á lesendur, að lífið í sögum hans varð órjúfanlegur hluti af sögu og 14 ^^^^^mmm^^mmmmmmmmmmmm^^^m^^mmmmmmmmm^mmm^mmmmmmmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.