Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 7
Börnin höfðu nú dreift sér og voru byrjuð að hnoða snjókarlinn. „Bíðið andartak," kallaði Yu-ling. „Við skulum ekki nota snjóinn í garðinum, við skulum heldur ná í snjó á götunni og í skurðinum meðfram henni, og bera hann hingað. Þar er mikill snjór, sem nota má í snjókarlana." Bórnin samþykktu þetta með fagnaðarópi og þutu út á götu, og ofan í skurðinn, eins og hópar fljúgandi fugla. Það kom nýtt líf í hinn drungalega garð við hávaðann af mokstrinum og gleðihlátur barnanna. Snjókarlarnir þutu nú upp hver af öðrum. Snjókarl Chubbys litla var lang stærstur. Tsaí litli hjálpaði honum til að láta í hann tvö stór augu og hann stakk hrís- stráum í kinnar hans, það leit út eins og hann hefði sítt skegg, sem blés til og frá í vindinum. Allir sem sáu það fóru að skellihlæja. Chen-tsu bjó til konu, sameignarfélaga, úr snjó, þetta var fallegt verk hjá honum. Konan var kringluleit, hár hennar var stuttklippt, hún hélt á kornstöngli í hendi. Tsaí litli hnoðaði þybbinn krakka og setti á bak henni. Skýin dreifðust og liðu burt, himinninn varð heiður og sólin hellti blindandi geislum sínum á snjóinn. Garðurinn varð helmingi fegurri en áður. Börnin tóku saman hönd- um og dönsuðu í kring um snjókarlana sína, og voru hamingjusöm. Allt í einu sá Tsaí litli Wang afa koma í átt frá þorpinu. Wang afi gætti grænmetisgarðsins. Tsaí litli varð hræddur þegar hann sá gamla manninn, vegna þess að hann var alltaf svo strangur. Venjulega vildi hann alls ekki hleypa börnunum inn í garðinn til þess að leika sér þar, og allir þeir sem sluppu inn í garðinn voru reknir út með öskri og gauragangi. „Hlaupið, Wang afi er að koma," kallaði Tsaí litli. En áður en börnin höfðu tíma til að hlaupa í burtu var Wang afi kominn til þeirra og sagði: „Hlaupið ekki í burtu, ég ætla að segja ykkur dálítið." Wang afi kom nú inn í garðinn og horfði á snjókarlana, hann hló glaður í bragði og sagði: ,,( þetta sinn eigið þið skilið klapp á kollinn." Börnin horfðu vandræðalega hvert á annaö. ..Þið hafið hrúgað snjónum inn í grænmetisgarðinn. Ég ætla að láta ánamaðka ofan í moldina og hvíla jarð- veginn. Þið hafið unnið þarft verk fyrir framleiðsluflokk- inn okkar," sagði Wang afi. Tsaí litli tók í hönd Yu-lings , og sagði: „Systir þú . . Yu-ling sagöi ekkert, hún brosti aðeins. Afi klappaói Tsaí litla á kollinn og sagði; „Gott barn á að læra af kappi, leika af kappi og vinna af kappi." Þegar börnin heyrðu þessi orð afa skildu þau allt, og fagnaðarhlátur þeirra hljómaði svo hátt að snjórinn hrundi niður af trjánum. Guðrún Guðjónsdóttir þýddi. — Jæja, Dengsi minn — hvernig gekk fiðlukennslan í dag? — Ef við komum ekki aftur, þá get- urðu hringt i blöðin og sagt, að við séum komnir til tunglsins. Skrýtlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.