Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 42
foreldraþáttur
„Þú mátt ekki gera þetta, — svona
gerir enginn nema stelpa.“ — „Pass-
aóu þig, annars kemur grýla eða
leppalúði og tekur þig!“
Þetta og margt fleira erum við vís til
að segja við börn okkar. Ég álít að
þetta séu algengustu mistökin í
barnauppeldi. Börn eru mjög mót-
tækileg fyrir því sem sagt er, og
endurtaki maðursömu vitleysuna upp
aftur og aftur, verður hún fljótlega að
sannleika í huga barnsins. Og þér
skulið ekki verða undrandi, þó að
sonur yðar segi svo, þegar hann er
beðinn um að gera eitthvað, að hann
vilji ekki gera það, af því að það er
„bara fyrir stelpur".
Börn eru frá náttúrunnar hendi
mjög áfjáð í að vita hversvegna og
hvernig hitt og þetta skeður, og er þá
nauðsynlegt að reyna að skýra fyrir
barninu það, sem það spyr um. En
aftur á móti eru það mjög algeng
mistök hjá foreldrum aó svara börn-
unum út í bláinn eða jafnvel að svara
þeim alls ekki. — Flest börn hafa
ánægju af að hjálpa til, og þau gera
það af miklu meiri áhuga, ef þau vita
hvaða gagn þau gera með starfi sínu.
Það eru mjög leið mistök, að í skólum
er lítið sem ekkert gert til þess að
kenna börnunum að hugsa sjálfstætt.
Til hvers er verið að láta börnin þylja
allan þennan utanbókarlærdóm? —
Það verður til þess að þau verði eins
og vélar og hætta að hugsa! Hvers-
vegna er þeim ekki kennt að skilja
það, sem þau eru með, og þau látin
útskýra það með eigin orðum? Nú
skal ég til dæmis segja yður frá dálitlu
sem kom fyrir mig. Ég heyrði einu
sinni að sonur minn var í óða önn að
læra utanbókar landafræði fyrir
næsta dag, og þar var meðal annars
getið um borg, og fyrir framan ráð-
húsið var líkneski af einhverju.
„Líkneski?" sagði ég og lést ekki
skilja við hvað var átt. „Hvað er
líkneski?" — Það hafði hann ekki
hugmynd um. Við ræddum þetta um
stund, og brátt komumst við að þeirri
niðurstöðu, að líkneski væri ein-
hverskonar höggmynd, sem táknaði
eitthvað sérstakt. Hann var sem sagt
orðinn svona ákafur við utanbókar-
lærdóminn, að hann var hættur að
skeyta um, hvað orðin þýddu. —
Síðar fór ég eitt sinn að ræða við hann
um málfræði, en ég vissi, að honum
var meinilla við það fag.
„Til hvers er maður eiginlega að
læra þessa málfræði?" spurði hann,
og ég fann að hann hafði illan grun
um, að málfræði væri ónauðsynlegt
rugl, sem menn hefðu fundið upp á til
þess eins að kvelja skólanemendur
sem mest. — En svo fórum við aö
athuga málið, og við ræddum um,
hvernig maður getur gert sig skiljan-
legan með svipbrigðum, tilburðum og
því um líku. En ef maður þyrfti nú að
skrifa einhverjum eða tala við
einhvern í síma og segja fólki þannig,
hvað manni býr í brjósti, án þess að
maður sæi þann, sem maður ræddi
við, þá þyrfti maður að nota orð, og þá
gæti maður sagt þaö sama á ýmsan
máta eftir því hvort maður ætti við að
það væri eitthvað, sem mundi ske í
framtíðinni, og þá væri málfræði-
kunnátta nauðsynleg, og eftir þetta.
hef ég aldrei heyrt hann kvarta undan
málfræðinni.
Sú fyrirlitning á störfum kvenna,
sem margar mæður innprenta í
hugsunarleysi sonum sínum, álít ég
að sé alröng. Nú á dögum hjálpar
skátahreyfingin manni mikið til þess
að það sé litið skynsamlega á, hvað
þau eru nauðsynleg. Drengir, sem eru
skátar, læra til dæmis að elda mat,
stoppa í sokk og fleira því um líkt, og
það kennir þeim að bera virðingu fyrir
störfum húsmóðurinnar. En nú hafa
ekki allir tækifæri til að gerast skátar,
og það er því nauðsynlegt að mæður
láti syni sína hjálpa til heima við, svo
að þeir læri að meta heimilisstörfin að
verðleikum.
Þótt segja megi, að ÆSKAN sé meðal öldunga í hópi
íslenskra blaða, er hún eins og vera ber síung og hollt
lesefni fyrir æskulýð landsins.