Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 39
TÖFL og 5PIL
eru eldri en menn grunar
Ef þú skyldir koma í Metropolitan
Museum of Art í New York, þá gætirðu
fengið að sjá þar tafl, sem var notað
fyrir rúmum 4000 árum. Það er frá
Egyptalandi og var kallað „Senit".
Það er borð með 30 reitum og fylgja
nokkrar töflur og fjórar útskornar
smáspýtur, Þeir, sem tefldu köstuðu
Þessum spýtum og eftir því hvernig
þær lögðust, hlið við hlið, á tvístringi
eða í kross, varákveðið hvernig færa
mætti töflurnar. Á borðinu eru nokkrir
reitir sérstaklega merktir og ef menn
lentu á þeim, máttu þeir ýmist færa
lengra, eða urðu að fara aftur á bak.
Þetta er aðeins eitt af mörgum töflum,
sem Egyptar styttu sér stundir við í
gamla daga.
teningar
Eitthvert elsta tafl, sem þekkist, er
teningskast. Það er svo að sjá sem
Það hafi verið kunnugt meðal flestra
Þjóða í fornöld. Indíánarnir í Ameríku
notuðu teninga áður en hvítir menn
komu Þangað, og hið sama má segja
um ýmsar frumÞjóðir í Afríku. Plutark
segir frá Því að Egyptar hafi iðkað
teningskast frá alda öðli. Og í ýmsum
fornum gröfum á Egyptalandi hafa
fundist teningar. Þeir eru úr fílabeini
og mismunandi að stærð. Á tening-
um, sem fundust í Þebu eru ekki holur
heldur hringar. Upphaflega hafa ten-
ingarnir verið notaðir eingöngu, en
seinna var farið að nota þá í sambandi
vió ýmis borðtöfl.
manntafl
Það hefur löngum veriö kallað
..göfugasta taflið", vegna Þess aÞ
Það útheimtir mikla umhugsun og
leikni. Fyrr á öldum Þótti Það ekki
hæfa öðrum en vitrustu mönnum. En
enginn veit nú hvenær Það hefur ver-
ið fundið upp. Margs konar Þjóðsögur
ganga um það, en enginn veit hverju
trúa skal. — í ,,Encycloþedia
Britannica" segir: „Enginn veit
hvenær manntaflið hefur verið fundið
upp, enda fer mörgum sögum um
það. Sumir eigna það Grikkjum, aðrir
Rómverjum, Babylóníumönnum,
Skýþum, Egyþtum, Gyðingum, Pers-
um, Aröþum, Kínverjum, Hindúum
o. s. frv." — Frá ómunatíð hefur
manntafl verið í mjög miklum metum í
Indlandi. Þaðan mun það hafa borist
til Persa og frá þeim aftur til Evrópu.
Það hefur breyst furðu lítið á langri
leið. Nokkrar breytingar voru gerðar á
því á 16. öld, en manngangurinn
virðist enn vera í meginatriðum hinn
sami og hann var í upþhafi.
DOMINO
Það er tafl sem bæði ungir og full-
orðnir hafa gaman að. Og margir
halda að það sé tiltölulega nýtt. Það
barst þó fyrst til Evrópu um aldamótin
1700, og ekki er nú reyndar svo ýkja
langt síðan, ekki nema 280 ár. En
þegar betur er að gætt, þá á þetta tafl
upþruna sinn að rekja til teninganna.
Hver tafla í domino hefur tvær tölur,
alveg eins og teningarnir, sem kastað
er. Maður gæti í rauninni sagt að
dominotöflurnar séu ekki annað en
útflattir teningar.
SPIL
Ef maður segir að dominotöflur séu
útflattir teningar, þá getur maður með
sama rétti sagt að spilin séu útflatt
manntafl. Menn greinir á um hvenær
spil hafi fyrst farið að tíðkast. í „The
New Funk & Wagnalls Encyclopedia"
segir um þau: „Það eru sannanir fyrir
því, að sþil hafi þekkst í Egyptalandi
þegar Jóseþ var þar, en meðal Gyð-
inga urðu þau þó ekki algeng fyrr en
eftir herleiðinguna til Babylon. Kín-
versk alfræðibók frá 1678 segir að
spilin hafi verið fundin upp árið 1120
til þess að konurnar í kvennabúri Sé-
un-ho gætu skemmt sér við þau. Einn
sagnfræðingur getur þess, að þá er
Cortes kom til Mexíkó hafi Montezuma
konungur verið mjög heillaður af því
að sjá Spánverja spila á spil.
Elstu spilin, sem notuð voru í Italiu
og á Spáni, skiptust ekki í fjóra liti
(hjarta, tígul, spaða, lauf), heldur í
fjóra flokka, eins og mannskiptingin
var þá. Einn flokkurinn táknaði heldri
menn, annar presta, þriðji borgara og
fjórði bændur. Gildi þeirra var táknað
með alls konar myndum, svo sem
riddurum, fílum, fuglum, bjöllum,
blómum og mörgu öðru.
Sþil náðu fljótt hylli meðal Engil-
saxa. Þá var farið að hafa fjóra liti og
13 sþil í hverjum lit, kóng, drottningu,
gosa og 10 önnur spil. Seinna bættist
svo við 53 spilið, „jokerinn", sem
hafði það til síns ágætis, að hann gat
brugðið sér í líki hvaða spils sem var,
allt eftir geðþótta spilamannsins.
Árið 1848 höfðu Bandaríkjamenn
hvorki kónga né drottningar í sínum
spilum. Mynd af Georg Washington
kom í staðinn fyrir hjartakóng og
Lafayette í staðinn fyrir spaðakóng. í
stað drottninganna komu Venus,
Fortuna, Ceres og Minerva. En í
staðinn fyrir gosana komu myndir af
Indíánahöfðingjum.
SPILIN