Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 32

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 32
FJÖLSKYLDUÞMTUR í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík. W' Fjölskyldutengslin treysta ber, tilgangur þáttarins einkum er. Biðjum Guð að blessa hann, og bæta sérhvern landsins mann. V. E. Tólf eru synir tímans, sem tifa framhjá mér janúar er á undan með árið í faðmi sér. Það er ekki svo lítið að hafa heilt ár í faðmi, eins og janúar hefur ár hvert, okkur til handa er lifum hverju sinni, eins og skáldið segir í erindinu hér að ofan. Við lítum misjöfnum augum á þann feng, sem tíminn er okkur jarðarbúum, nýting hans þarf að vera vel yfirveguð af sérhverjum manni, en tíminn sem við höfum til ráð- stöfunar, er aðeins augnablikið sem varir í senn. Okkur er því mikill vandi á höndum, að gaeta líðandi stundar, og verja henni til blessunar landi og lýð. Áramót er eitt af þessum tímamörkum, er sett hafa verið til að auðvelda mönnum að samræma gjörðir þeirra og náttúrunnar. Áhrifamestu tímaskipti í veraldlegum efnum eru eflaust áramótin, margskonar reikningsskil og uppgjör fara fram í víðtækum skilningi, heitstrengingar eru gerðar á ýmsum sviðum, og takmörk sett til að betrumbæta það er betur má fara, það fer svo eftir vilja- styrk hvers og eins, einnig aðstæðum og umhverfi hvernig til tekst. Engu að síður er þessi viðleitni mikils- verð fyrir einstaklinginn er reynir aö bæta sig, hann kynnist sjálfum sér, og greinir frekar sínar veiku eigindir, og gefst þá tækifæri til að styrkja veikasta hlekkinn í sálarlífinu, og verður færari að sigrast á erfiðleikum lífs- ins. Þessi eigin sálar og viljakönnun er oft reynd af reyk- ingamönnum og þeim, sem eiga við áfengisvandamál að stríða, svo eitthvað sé nefnt af því er erfitt þykir að yfir- stíga, auðveldasta leiðin í þessum efnum er, að byrja aldrei á eitrinu, en það er ef til vill einnig erfitt að láta það ógert. Skynsemin er besti leiðarvísirinn í þessu sem öðru, og ætti því að ráða ferðinni, oft er þó eins og það illa og skaðsama hafi yfirhöndina, því er best að byrja hvert ár með bæn og bljúgum huga, og þakkargjörð fyrir allt það góða er við höfum verið aðnjótandi frá skaparans hendi, allt frá upphafi lífs okkar. Gleðilegt nýtt ár, , V-E' W' Ti~ TU'i 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.