Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 46

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 46
Örninn er ekki stærsti ránfugl í heimi heldur er það gammurinn, eða sú tegund gamma, sem lifir í Suður- Ameríku, og er kölluð kondór. Þessir gammar geta orðið svo stórir að 5 — 6 metrar eru á milli vængbroddanna. Enginn fugl flýgur heldur eins hátt og kondórinn. Hafa flugmenn rekist á þá í 5—6000 metra hæð. Kondórinn vinnur mikil spell á kvikfénaði á sléttunum miklu í Suður- Ameríku og hafa smalarnir einkennilega aðferð til þess að ná sér niðri á þessum skaðlega lambaræningja. Þeir búa til litlar girðingar úr háum og sterkum greinum og láta svo hrátt kjöt sem agn inn í girðinguna. Og ef kondórinn freistast til að ná í kjötið þáer úti um hann. Hann getur nefnilega ekki hafið sig til flugs beint upp, heldur verður að hlaupa á harða sprett til að geta lyft sér, alveg eins og flugvél rennir sér á velli, og nú kemst hann ekki fram fyrir girðinguna og er króaður inni. Mamma er að gefa litla bróður að sjúga og Stína horfir lengi á og er að velta einhverju fyrir sér. Loks segir hún: — Mamma, hvernig ferðu að þvíað láta á brjóstin? Hundruðum saman Maður nokkur var aö fara með drenginn sinn til tannlæknis. Stráksi kveið fyrir, því að búist var við, að taka þyrfti úr honum tönn. Þegar þeir eru að ganga upp tröppurnar til tann- læknisins, segir drengurinn hálf- kjökrandi: Ég kvíði svo afskaplega fyrir, pabbi minn! Engan kveifarskap, drengur! Það er hreint ekkert, að láta taka úr sér eina tönn. Maður veit ekki af því! Þá segir stráksi: Hefur þú nokkurn- tíma látið taka úr þér tönn? — Ég, svarar faðir hans, og rykkir honum inn fyrir þröskuldinn í biðstof- unni: — Ójá, það hefði ég nú haldið. Þær hafa bara verið rifnar úr mér hundruðum saman — gáðu að því, drengur — hundruðum saman. Skrýtlur. Sigga litla, fjögurra ára, kom í búð að kaupa sér sælgæti. Hún var í sam- festingi, og þess vegna var það eðli- legt þótt afgreiðslumaðurinn spyrði: — Hvað ætlar þú að fá drengur minn? Sigga sneri upp á sig. — Ég er enginn drengur, ég er stúlka innanundir. — Hverjum finnst þér hann litli bróðir þinn líkur? Sigga litla: — Hann er eins og mamma um augun, eins og pabbi um nefið og eins og afi um munninn, því að hann hefur engar tennur. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.