Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 48

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 48
Það var einu sinni konungur, sem átti tvær dætur, og hann elskaði þær af öllu hjarta. Þegar þær voru vaxnar upp, ákvað hann að gefa þeirri dótturinni konungdæmi sitt, sem best gæti sannað hollustu sína við sig. Hann kvaddi því eldri prinsessuna á sinn fund og sagði við hana: ,,Þykir þér mikið vænt um mig?“ „Eins og augastein minn,“ mælti hún. ,,Já, einmitt það,“ hrópaði konungurinn, kyssti hana blíðlega og sagði: ,,Þú ert vissulega góð dóttir." Þá lét hann sækja þá yngri og spurði hana hvort henni þætti vænt um hann. Ég lít á þig, faðir minn,“ svaraði hún, ,,eins og ég lít á saltið ífæðu rninni." Konunginum geðjaðist ekki að orðum hennar og skipaði henni að yfirgefa hirðina og koma aldrei framar í sfna augsýn. Vesalings prinsessan fór döpur í bragði upp í herbergi sitt og grét beisklega. Þegar hún minntist fyrirskipana konungsins, þerraði hún augun, tók saman föggursínar, gimsteinaog bestu kjólana, og flýtti sér burt úr höllinni, þar sem hún hafði fæðst. Hún gekk beint af augum fram eftir veginum, án þess að vita hvað af sér átti að verða, því henni hafði aldrei veriðsýnt hvernig hún ætti að vinna með höndunum. Þar eð hún var hrædd um að engin húsmóðir mundi vilja ráða stúlku, sem væri fögur ásýndum, ákvað hún að gera sjálfa sig eins Ijóta og hún gat. Þess vegna fór hún úr kjólnum sínum og klæddi sig í fatagarma af betlara, sem voru rifnir og ataðir leir. Því næst makaði hún hendurnar í ösku og klíndi henni framan ísig og ruglaði hárinu svo það var allt ein flækja. Þegar hún var þannig búin að breyta útliti sínu, þá gekk hún frá einum til annars og bauðst til að vera gæsastelpa eða smalastúlka. En bændakonurnar vildu ekkert hafa með þessa druslulegu stelpu að gera og vísuðu henni frá sér með brauðmola vegna meðaumkunar. Þegar hún var búin að ganga í marga daga án þess að fá nokkra vinnu, kom hún að stóru bændabýli, þar sem vantaði smalastúlku og tekið var feginsamlega á móti henni. Dag nokkurn, þegar hún var að gæta kindanna á af- viknum stað, þá langaði hana allt í einu til að klæðast einum af fallegu kjólunum sínum. Hún þvoði sér vand- lega í ánni, og þar sem hún bar alltaf með sér pjönkurnar sínar, var auðvelt fyrir hana að fleygja frá sér tötrunum og verða skrautbúin stúlka á ný. Konungssonurinn, sem hafði villst í veiðiferð sinni, veitti þessari töfrandi stúlku eftirtekt í mikilli fjarlægð og langaði til að virða hana nánar fyrir sér. Strax og stúlkan sá hann lagði hún á flótta inn í skóginn í mesta flýti. Prinsinn hljóp á eftir henni, en á hlaupunum rak hann fótinn í trérætur og datt. Þegar hann hafði staðið upp aftur, var hún hvergi sjáanleg. Þegar hún var komin í öruggar felur, fór hún ígarmana aftur og makaði hendurnar og andlitið sem fyrr. En unga prinsinum, sem var orðið heitt og þyrstur, tókst að finna bændabýlið til þess að biðja um epladrykk, og hann spurðist fyrir um hvað hin fallega stúlka héti, sem gætti kindanna. Við þessa spurningu fóru allir að hlæja, því að þeir sögðu að smalastúlkan væri Ijótasta veran undir sólinni. Prinsinn hélt að einhverjum töfrabrögðum hefði verið beitt, og hann flýtti sér burt áður en smalastúlkan kæmi aftur. En allt þetta kvöld gerðu allir gys að henni. En konungssonurinn hugsaði oft um hina yndislegu stúlku, sem hann hafði aðeins séð eitt augnablik. Honum fannst hún meira töfrandi en nokkur kona við hirðina. Að síðustu dreymdi hann um ekkert, nema hana, og varð dag frá degi horaðri, þar til foreldrar hans spurðu hvað gengi að honum, og lofuðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði, til að gera hann eins hamingjusaman og hann hafði verið áður. Hann þorði ekki að segja þeim ástæðuna af ótta við að þau myndu hlæja að honum, svo að hann sagði aðeins að sér myndi þykja vænt um að fá brauð, sem væri bakað af smalastúlkunni á hinum fjar- læga sveitabæ. Þó að þessi ósk virtist vera fremur einkennileg, flýttu þau sér að uppfylla hana, og bóndanum var sagt frá beiðni konungssonarins. Stúlkan lét ekki í Ijós neina undrun yfir að fá þessa fyrirskipun. Hún bað bara um hveitimjöl, salt og vatn, og einnig þess að mega vera ein í litlu herbergi nálægt bakstursofninum, þar sem trogið til að hnoða deigið í stóð. Áður en hún hóf verk sitt þvoði hún sér vandlega og setti meira að segja upp hringana. Á 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.