Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1981, Blaðsíða 21
 í borginni Reykjavík eru þó nokkuð margar dúfur og hafa þær notið mis- jafnrar ævi. Þrátt fyrir að margir þorgarar hafa verið góðir við þær og veitt þeim af alkunnri rausn sinni, þá hafa þær oft lítið að borða, og er það oft sorgleg saga, hversu lítið fólki hefur verið kennt að sjá um dýrin, vini okkar, sem eru á meðal okkar eða í næsta nágrenni. En ekki vil ég fjöl- yrða um þetta að sinni, því heldur fer þetta að lagast með það aö láta dálítið matarkyns koma frá sér við og viö, bæði brauðafganga og haframjöl, sem er ákaflega hollt fyrir svangan maga dúfna, því að hafraseyði er notað fyrir magasjúklinga til heilsu- bóta og er því ákaflega hollt fyrir dýr- in. Ennfremur kaupa sumir dýrafóður eða fuglafræ eins og það er víst kallað af kunnáttumönnum. Þetta hefur allt saman vænkað hag aumingja dúfn- anna um allan helming. En samt sem áður er talsvert um það að aumingja dúfurnar eigi í erfiðleikum í borginni, og á ég þá við það, að þær geta of lítið fengið aðhlynningu hjá borgurunum, þegar eitthvað amar að þeim. Þess vegna vildi ég benda góóborgurunum á það, að þegar einhver dúfan hefur snúið sig á fæti, er fótbrotin eða eitt- hvað hefur farið úrskeiðis með væng, að láta dýralækni vita á hvaða slóðum hún er og helst fylgja með dýra- lækninum þangað, sem hún var síð- ast séð, í von um aö hún sé þarna í Klukkutuminn — umhverfis hann er komið fyrir bjöilum frá um 100 þjóðlöndum og er þetta minnis- merki barna um allan heim. Klukka sem minnir á íslensk börn hefur nú hljómað þar í fyrsta sinn. þegar bjöllum yfir 100 þjóðlanda var hringt. Menntamálaráðuneyti (slands gaf nú áletraða bjöllu og var henni hringt þarna í fyrsta skipti og tær hljómur hennar minnti á íslensk börn í samfé- lagi við önnur börn um viða veröld. Næsta listahátíð barnanna verður væntanlega haldin í Sofia sumarið 1982. Búlgarar geta verið stoltir yfir því að hafa efnt til þessara tveggja listahá- tíða fyrir börn. Þeir hafa fundið góðan hljómgrunn allsstaðar og þeir ætla sér að efla þessar hátíðir í framtíðinni. Þýðing þess að börn og unglingar allra landa hittist á móti sem þessu hlýtur að vera óumdeilanleg og væn- leg til eflingar friði og bættri sambúð allra þjóða. nágrenninu. Það er oft létt verk að finna bækluð dýr, af því að það er svo sársaukafullt fyrir þau að hreyfa sig nokkuð að ráði, svo að það ætti að vera leikur einn að finna skaddaða dúfu aftur ef að dýralæknirinn getur komið fljótlega, og helst sama dag og dúfan særða var uppgötvuð. Maður fær sjálfsagt laun Guðs, ef maður hjálpar svolítið þessum smáfættu vin- um sínum með eitthvað matarkyns og smávegis aðhlynningu í neyðartilfell- um. Sérstaklega á snjóþungum vetr- um er nauðsynlegt að hlynna að þeim með eitthvað í svanginn. Ekki er úr vegi að gefa þeim brauðmola á öðrum árstímum eða eitthvað annað gott í svanginn, því að ekki er of mikið um æti í höfuðborginni. Læt ég svo útrætt um vini mína dúfurnar að sinni. Kær kveðja tii ykkar allra, Unnur Jörundsdóttir — Ef björn gleypti mig, sagði telpan, — mundi ég þá deyja? — Já, væna mín, svaraói móðirin. — Og mundi ég þá fara til himna? spurði barnið. — Já, auðvitað. — Yrði björninn þá ekki að fara þangað líka. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.