Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 16
ÆVINTYRI ROBINSONS KRUSO hvessa tók, og gerði veður mikið. Skipið veltist og hoss- aðist í ölduganginum svo gríðarlega, að Róbínson varð dauðhræddur um líf sitt. Þar á ofan bættist sjósóttin og iðrunin, að hann skyldi hafa lagt út í slíka ófæru án vilja og vitundar foreldra sinna. Veður fór vaxandi og að því skapi hafrótið. Ýmist hófst skipið upp á háhryggi stór- sjóanna eða það hneig niður í hina djúpu öldudali, svo Róbínson bjóst skjálfandi við dauða sínum þá og þegar. Hjartað í honum nötraði af dauðans hrolli og angistar- svita sló út um alla limi hans. Hann stundi þungan og mælti: ,,Ö, að drottinn vildi miskunna mér enn þá einu sinni og frelsa mig úr þessum lífsháska. Þá skyldi ég aldrei framar stíga fæti mínum á skip. Ég skyldi hlaupa heim og biðja foreldra mína fyrirgefningar og ætíð fram- vegis hlýða áminningum þeirra." En því var miður, að þessar hugsanir hurfu jafnóðum, þegar háskanum linnti. — Veðrið lægði smám saman og hafið kyrrðist. Tvo daga þjáðist Róbínson af sjósótt en á þriðja degi var hann orðinn hress og kátur og fór upp á þilfar. Loftið var kyrrt og hlýtt, sólin skein í heiði, og varla mátti heita, að nokkur vindblær gráraði hinn Ijómandi skuggsjá hafsins. Vinurinn, sem hafði freistað Róbínsons til ferðalags- ins, kom nú til hans, klapþaði á axlir honum og sagði: „Hvernig þótti þér hristingurinn, frændi?" „Mikill skelfi- legur stormur var þetta!" svaraði Róbínson. Þá skellihló vinurinn og sagði: „Kallarðu golukornið að tarna storm? En það er von, því þú ert óvanur sjóferðum garmurinn, svo maður verður að fyrirgefa þér þessa heimsku. Þegar þú ert búinn að svalka eins lengi á sjón- um og ég, þá muntu hlæja að öðrum eins vindi og þetta. En nú skulum við fá okkur eina púnskollu og gleyma yfir henni öllu því, sem liðiö er.“ Róbínson fór með honum niður í káetu og komst þar í hópinn með nokkrum ofsakátum drykkjubræðrum, svo í þeim solli hurfu hinar síðustu snefjar af góðum áformum, sem hann var búinn að setja sér. Reyndar var ekki trútt um næstu dagana á eftir, að samkyns tilfinningar vökn- uðu hjá honum aftur, en vinurinn, sem hann trúði, leiddi honum fyrir sjónir, að slíkt væri tóm fíflska, sem hver dugandi drengur ætti að slá úr sér. En forsjónin reyndi þó að knýja hann til afturhvarfs með enn þá sterkari áminningu. Skipið kom á sjötta degi á leguna við Yarmouth, en varð að liggja þar við akkeri í átta daga sakir andviðra. Á áttunda degi gerði storm miiinn og áttu skipverjar fullt í fangi með að þétta og treysta skipið móti áföllunum. Allt af var að hvessa og versna í sjóinn, og um hádegisbil gekk stórsjór yfir skipið og þótti sem akkeri hefði þokað. Veðurofsinn var af- skaplegur og dauðans angist var í hvers manns yfir- bragði. Róbínson ranglaði sinnulaus um stóru káetuna og hræddist því meira brakið og brothljóðin í skipssúð- unum en hrinurnar í storminum og dunurnar í ölduföll- unum; hann var fullur angistar, að skipið mundi þá og þegar spónbrotna í þessum ógangi höfuðskepnanna. í þessu bili heyrir hann einn af skipverjum kalla hástöfum: ,,Guð almáttugur hjálpi okkur; við erum frá." Hann hljóp skjálfandi upp á þilfariö, en hvernig var þar um að litast? Hann sá hvítfyssandi brotsjóina bresta yfif borðin. Um alla leguna var ekki annað að sjá en neyð og hörmung. Á einu af skipunum, sem þar lágu, var búið að höggva möstrin, önnur tvö hafði slitið upp í storminum og hrakti á hafinu; kolabyrðingur nokkur var einmitt þá samstundis að hverfa í haf. Eins og nú allt hið ytra var í óróa og uppnámi, eins var Róbínson sjálfum innan brjóst; hann hlaut að játa með sjálfum sér, að bæði hafði hann drýgt hina mestu synd og þar á ofan þurtrýmt iðruninni úr hugskoti sínu. Jafnvel þá skipverja, sem hroðafengnastir höfðu verið, þá sá hann liggja á knjám og fórna höndum til himins. I sama vetfangi var æþt undir þiljum niðri: „Skiþið er orðið lekt!" ,,Guð hjálpi okkur", kallaði einn af hásetun- um, „sjórinn niðri er orðinn meira en í mitti." Róbínson hné niður eins og örendur. Einn af skipverjum reisti hann ÆSKAN vísar þeim ungu veginn til aukins þroska og hollra lífshátta. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.