Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 41

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 41
Mamma hans var afskaplega glöð, þegar hún sá Óla koma heim. Hún hafði verið mjög áhyggjufull og furðað sig á því, hvar í ósköpunum Óli gæti verið, úr því hún sá hann ekki á leik- vellinum. Óli fór að segja mömmu sinni frá Endurskinskarlinum iitla, og svo bætti hann við: ..Mamma, þú verður að kaupa endurskinsmerki handa mér, svo ég sjáist vel í myrkrinu." Mamma Óla brosti leyndardómsfuilt, og svo sagði hún: „Sjáðu hvað ég keypti í dag, já, einmitt — endur- skinsmerki.“ Og svo varð mamma Óla að sauma endurskinsmerki á jakk- ann hans, buxurnar og skóna. Og vitið þið, hvað hún varð að gera fleira? Já, hún þurfti að sauma lítinn Endurskinskarl handa Óla, og ef þið lítið á, þá sjáið þið, hversu vel Óli sést í myrkrinu. Sjáum við ykkur vel í myrkrinu? MARK TWAIN : ÆeiHagrindht SAGA TIL VIÐVQRUNAR Fyrir hér um bil þrjátíu árum, þegar ég var með þrem drengjum öðrum að læra prentverk, kom til okkar strákur utan af landi og ætlaði að læra það sama. Hann var hræðilega langur og leiðinlegur, augun stóðu dottandi í hausnum á honum, eins og þorski, og okkur varð því undir eins blóðilla við hann og dauðlangaði til að kremja úr honum þessa litlu líftóru, sem í honum var, og brosað gat hann ekki, þótt hann hefði fengið 50.00 krónur fyrir. Við drengirnir héldum, að strákur- inn væri nautheimskur og tókum okkur því saman um að fara til lyfsal- ans og fá lánaða hjá honum beina- grind af manni. Við fengum hana með því skilyrði að borga 500.00 krónur, ef hún skemmdist eða týndist. Við lögðum svo af stað um náttmál með beinagrindina, lögðum hana í rúmið hans og breiddum kyrfilega yf- ir. Svo földum við okkur skammt frá og biðum, uns hann kom heim. Síðan fórum við allir heim til okkar. Þegar æðilangur tími var liðinn, fórum við að verða heldur en ekki smeykir um, að þessi strákapör okkar mundu hafa þau áhrif, að hann hefði orðið vitskertur af hræðslu og væri nú óður og allsnakinn á hlaupum um götur bæjarins, en við sjálfir mundum kveljast af samviskubiti af þessu alla ævi. Einn okkar var þó það hugrakkur, að hann lagði til, að vió skyldum fara út, læðast að heimili stráksins og vita, hvort hann væri lífs eða liðinn. Við hlupum af staö. En okkur brá heldur en ekki í brún, þegar við kom- um að húsinu. Ljós logaði í gluggan- um, og sjálfur sat hann á stól inni umkringdur af stórum hrúgum af alls konar sælgæti, sem hann var að gæða sér á. Ólukku strákurinn hafði öldungis ekki látið sér verða bilt við. Hann hafði farið út með beinagrindina og selt hana fyrir 50.00 krónur og keypt sér fyrir peningana allt þetta sælgæti. Við fórum til lyfsalans með tárin í augunum og urðum að segja honum upp alla söguna. Við urðum að vinna kófsveittir eftirvinnu í langan tíma, þangað til við vorum búnir að vinna okkur inn 500.00 krónur til að geta borgað lyfsalanum beinagrindina. « "8 S E 5 = ^ 8 5 1 £ 2 » » - £ c ^ 03 *■= n. 3 i- (/) o> 1 £ ro •o E | 8 5 C O) ÍS c Q. 0) i5 2> > (0 2 «j o <o S > o m c 'Ö) RJ cu 2 -C O <o E8. 3 2. 2 11 «= o flj S. « <o «<s HVAÐA LEIÐ? Utanáskríftin er ÆSKAN, Pósthólf 14, sími 17336, Reykjavík. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.