Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 43
FLUGUR
Erlendis er vinsælt að
gefa út samansafnsplötur,
— stundum kallaðar
kokkteilplötur. Þetta eru
plötur sem innihalda verk
ýmissa flytjenda. Flest ykkar
kannast áreiðanlega við
,,K-teel“ plöturnar, ,,Top og
the Pops“ plöturnar eða
hina ágætu ,,Good Morning
America.“
Hérlendis hafa verið
gefnar út nokkrar saman-
safnsplötur. Því miður eru
þær fæstar góðar. Platan
,,Flugur“ telst því til undan-
tekningar.
Þeir sem eiga lög á
,,Flugum“ eru m. a.: Laddi,
Utangarðsmenn, Ólafur
Haukur Símonarson, Björg-
vin Halldórsson, Jakob
Magnússon og fleiri.
Lögin með Ladda
(Skammastu þín svo) og
Ólafi Hauki (Allur á iði) eru
sönnun um ánægjulega
þróun: Lög ætluð börnum
eru orðin samkeppnisfær
við lög ætluð unglingum og
fullorðnum. Að vísu er lagið
meö Ladda svolítió leiði-
gjarnt. Það er nefnilega
byggt á fáum en margend-
urteknum laglínum. Þá
mætti Laddi gjarnan vanda
sig örlítið við textasmíðarn-
ar. Og ekki bara Laddi, því
texti Ólafs Hauks er eini
frambærilegi textinn á allri
plötunni!
Lag Ólafs fellur vel að líf-
legum textanum. Það er
hressilegur rokkari með
Stones-áhrifum. Ólafur
syngur sjálfur, aldrei þessu
vant, og tekst Ijómandi vel
upp. Lagiö ereinnig aðfinna
á bráöskemmtilegri plötu
með Hatti og Fatti.
Fleiri góðir rokkarar eru á
,,Flugum“. Vinsælasta
hljómsveit landsins, Utan-
garösmenn, er t. d. með
Jakob Magnússon.
fjörugt og kraftmikið lag,
,,The Big Sleep“, ætlað er-
lendum markaði. Það er
besta lag plötunnar ásamt
nýrri og endurbættri útgáfu
af einu vinsælasta lagi Ut-
angarðsmanna, ,,Rækju-
reggae“.
,,Flugur“ er ágæt plata
fyrir þá sem vilja þroska
músíksmekkinn. Þarna
skiptast á léttir, auömeltir
slagarar, fjörugir rokkarar
og spilaöir rokk/djass-
bræðingar.
Söngleikaplötur eru fágætar hér-
lendis. Enda er söngleikurinn ekki
vinsælasta leikformiö. Fyrr á þessu ári
náði rokksöngleikurinn ,,Grettir'‘ þó
feiknavinsældum. Hann var sýndur í
Austurbæjarbíói vikum saman. Og
hefði getað gengiö mikiö lengur ef
leikararnir hefðu ekki þurft aö fara í
önnur hlutverk.
Núna er söngleikurinn ,,Grettir“
kominn út á hljómplötu. Flytjendur
eru þeir sömu og í leikuppfærslunni,
þ. e. leikarar úr Leikfélagi Reykjavík-
ur og hljómsveitin Þursaflokkurinn.
Lögin eru eftir Egil Ólafsson söngvara
Þursaflokksins og Ólaf Hauk Símon-
arson.
Egill semur þung lög og svolítið
flókin. En þau venjast ágætlega.
Ólafur semur aftur á móti létt og auð-
lærð lög. Þetta eru lög sem bókstaf-
Hlnn nýl Grettir (Kjartan Ragnarsson.
IGRETTIRl
lega heimta að hlustandinn syngi
með!
Textarnir eru eftir Ólaf Hauk og
Þórarin Eldjárn. Þeir félagar semja
ólíkt betri texta en aðrir sem fást við
slíkt á íslenska dægurlagamarkaðin-
um. í stuttu máli þá fjalla textarnir um
unglingspilt, Gretti Ásmundsson, og
félaga hans, sem eru grallarar margir
hverjir. Grettir á líka óvini, sem hann
þarf að glíma við. En allt fer vel að
lokum.
Allur hljóðfæraleikur og söngur er
eins og best verður á kosið. Músíkin
er bæði í hefðbundnum söngleikjastíl
og eins í svokölluðum nýbylgjurokk-
stíl.
,,Grettir“ er hiklaust í hópi bestu
barna- og unglingaplatna sem út hafa
komið.
m
Vinsældir Æ3KUNNAR aukast með hverju ári
39