Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 23
Það var einu sinni konungur, sem
átti son, er aldrei var ánægður. Hann
átti reiðhest, hann átti bát — já hann
átti allt, sem hann gat óskað sér. En
hann var hvorki glaður né hamingju-
samur.
Alltaf mátti sjá á honum fýlu- og
óánægjusvipinn, hvar sem hann var
staddur, og hvernig sem á stóð.
Faóir hans fann upp ótal ráð og
reyndi allt sem hugsast gat til þess að
koma honum í gott skap, en ekkert
dugði.
Dag nokkurn kom vitringur til hall-
arinnar. Þegar hann heyrði, hvernig
ástatt var með prinsinn, kom hann að
máli við konunginn og sagði:
,,Ég skal reyna að gera son yðar
hamingjusaman."
Og svo gerði hann nokkuð, sem
vakti furðu þeirra, er á hlýddu. Fyrst
skrifaði hann með einhverju hvítu efni
stafi á pappírsörk. Enginn gat séð eða
lesið, hvað þetta var. Síðan sagði
vitringurinn prinsinum að fara inní
dimmt herbergi. Þar skyldi hann
kveikja Ijós og halda örkinni fast upp
að Ijósinu, þá myndi hann geta lesið
það, sem þar væri skrifað. Prinsinn
gerði nú eins og vitri maðurinn hafði
fyrir hann lagt, og beið nú með eftir-
væntingu eftir því, sem hann nú fengi
að sjá.
Þegar hann bar örkina að Ijósinu,
sá hann glöggt hina hvítu stafi eins og
í bláleitum bjarma, og hann gat lesið
mjög greinilega: ,,Gerðu daglega
einhverjum meðbræðra þinna eða
systra greiða."
Prinsinn fylgdi ráði vitringsins, og
brátt varð hann hamingjusamasti
maður í öllu konungsríkinu.
(lausl. þýtt H. T.)
FJOLSKYLDUÞMTUR
Í umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík.
sem líta sömu augum á hlutina, það sem einum finnst
gott, kæra aðrir sig kannski ekki um, eða finnst það lítils
virði. Meira að segja í einni fjölskyldu væri ekki víst að
allir væru á eitt sáttir með það, hvað sönn hamingja væri,
eða í hverju hún væri fólgin.
í fyrsta lagi skulum við gera okkur grein fyrir því, að
sönn hamingja er afleiðing kærleika. Ekki bara að eign-
ast heldur að gefa.
Kærleikur verður aldrei pakkaður inn í pappír og
merktur með gjafamiða. Við getum auðsýnt kærleika á svo
margan hátt, kærleika sem aldrei verður hægt að meta til
fjár. Þetta er nú ef til vill svolítið strembinn inngangur, í
það minnsta fyrir börnin. En meiningin er nú að fjöl-
skyldan ræði saman um þessi mál. Að veita og þiggja
hamingju þarf að læra eins og hvað annað í þessu lífi,
ekkert kemur af sjálfu sér. Það þarf að hugsa málið. Ég
man eftir því að ég heyrði börn vera að tala saman, eitt
þeirra sagði: ,,Ég skal gefa þér þetta, ef þú vilt gefa mér
eitthvað í staðinn," Þetta eru býtti en ekki gjafir. ,,Ég skal
gefa þér þetta af því ég þarf ekki á því að halda“ er heldur
ekki nógu gott. ,,Ég skal gefa þér þetta af því að mér þykir
vænt um þig, eða af því að mig langar til að gleðja þig“,
er betra. Svo er líka hægt að sýna góðvild sína eða kær-
leika með því að vera hjálpsamur, hlýlegur, kurteis,
tryggur, nærgætinn, svo nokkuð sé nefnt. Þetta þurfum
við öll að læra og tileinka okkur.
Og svo æfum við okkur vel, við skulum segja til að
byrja meö út þetta ár. Það eru ekki nema um 2 mánuðir
þangað til kærleikshátíðin mikla gengur í garð — þá
meina ég JÓLIN.
Allt sem þér því viljið að aðrir menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra. (Gal: 6,2)
Hamingja
Allir vilja vera hamingjusamir, á því er enginn efi. En
hvernig öðlast menn hamingjuna, og þá á ég við hina
sönnu hamingju — hamingju sem veitir frið, fögnuð og
gleði, ekki bara um stundarsakir, heldur þá sem varir.
Þessu svara menn líklega á mismunandi hátt, en svo
verðum við einnig að taka til greina, að það eru ekki allir
23