Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 18
ÆVINTÝRJ RttBÍNSONS KRÚSÓ von um, að betur færi seinna. Því næst skoraði hann á Róbínson að segja sér, hvað honum hefði gengið til far- arinnar. Róbínson vildi fyrst [ stað ekki segja honum það, en lét þó að lokum til leiðast að skýra honum frá öllu því máli eins og var. Þá varð skipstjórinn æfur og kallaði: ,,Ó, að ég skyldi hafa slíkan vandræða-grip á skipi mínu. Það er orsökin til minnar miklu ógæfu.“ En smám saman varð hann rólegri og tók að brýna fyrir Róbínson, að þaö væri hans heilög skylda að fara til foreldra sinna og biðja þá fyrirgefning- ar á hinni þungu skapraun, er hann hefði gert þeim. En það kom fyrir ekki. Því þó hans eigin hugur segði honum hið sama, þá var löngunin til að sjá sig um í víðri veröld svo lifandi vöknuð í brjósti hans, að hann gaf henni alveg lausan tauminn. Ferðapeninga fékk hann nóga hjá mönnum þeim, er höfðu tekið hann til vistar og réð hann af að fara fyrst til Lundúnaborgar og freista þar ham- ingjunnar. Þremur dögum síðar kom hann allshugar- glaður til Lundúnaborgar. Hann var fríður sýnum og elskuverðugur [ umgengni, svo honum varð gott til vina. Meðal fleiri manna kynntist hann skipstjóra nokkrum, sem geðjaðist svo vel að honum, að hann bauð honum far með sér til Guineu ókeypis, kvaðst aðeins vilja hafa hann með sér elns og borðnaut og félagsbróður. Þetta voru mestu kostaboó fyrir Róbínson, og tók hann þeim fegins hendi, það því heldur sem skipstjórinn sagði honum jafnframt, að ef hann vildi verja nokkrum pen- ingum til vörukaupa, þá gæti hann grætt mikið fé í Guineu með því að skipta á vörunum móti þarlendum varningi, Róbínson skrifaði þá ýmsum ættingjum sínum og herjaði út úr þeim samtals fjörutíu pund sterling- Ferðin gekk Róbínson hið besta og fénaðist honum vel, því hann kom aftur til Englands meðníu únsuraf skírum gullsandi, og var allur auður hans samtals þrjú hundruð pund sterling. Þar að auki hafði hann undir tilsögn skip- stjórans, vinar síns, aflað sér talsverðrar þekkingu í stærðfræði og siglingafræði. Þetta var sú eina happaferð, sem Róbíson fór á allri sinni ævi. Næst: Þrældómur og flótti. ÓMÖGULEGT? NEI Er hægt að klippa út tvö ferköntuð göt í pappírs- blaðið með aðeins einni lokun skæranna? Því mundu margir neita, en brjóttu blaðið eins og sést á 1,2, 3 og 4 og klipptu síðan, þá mun koma í Ijós að tvö göt (sjá mynd 5) eru þegar komin á blaðið. *-Z. KLIP í hverju blaði ÆSKUNNAR eru skemmtilegar myndasögur í litum. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.