Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 39
BARNASTÚKANÆSKAN
95 maður og þrír félagar aðrir úr stúkunni Akurblóm.
Að fundinum loknum léku yngri félagar sér í
áqa kjallaranum um stund og nutu veitinga þar, en
/Ali/A eldri fundargestir settust að kaffiborði í kaffistofu
hússins. Þar flutti Gissur Pálsson yfirlit um sögu
Æskunnar frá upphafi. Nokkrir aðrir tóku til máls
og ávörpuðu samkvæmið.
Lilja Harðardóttir gæslumaður stjórnaði fundin-
um, en Árni Norðfjörð samsætinu uppi.
Sérstaka ánægju vekur að sjá það fólk, sem
leiðir nú starf Æskunnar og er komið um og undir
tvítugt, heldur tryggð við barnastúku sína, jafn-
framt sem starfað er í verndarstúkunni, Einingunni
nr. 14.
GÆSLUMENN ÆSK-
UNNAR:
Sigrún Gissurardótt-
ir, sem verið hefur
gæslumaður í 9 ár, og
Lilja Harðardóttir,
sem nú er 1. gæslu-
maður.
Barnastúkan Æskan nr.1, fyrsta barnastúka á
íslandi, var stofnuð 9. maí 1886. Hún varð því 95 ára
9. maí þ. á. Þann dag minntist hún afmælis síns
með hátíðafundi í Templarahöllinni í Reykjavík.
Mikil saga og merk liggur að baki, þegar barna-
stúka hefur starfað óslitið í 95 ár. Hér var þó um
meira að ræða en Æskuna eina, því að afmæli
hennar er jafnframt afmæli unglingareglu IOGT á
íslandi.
Á hátíðafundinum fóru félagar stúkunnar með
ýmis atriði til skemmtunar. Auk þess var nokkrum
félögum veitt viðurkenning fyrir gott starf á vetrin-
um. Barnastúkan Stjarnan á Akranesi var í heim-
sókn, liðlega 40 börn og Hörður Pálsson gæslu-
FRÁ HÁTÍÐAFUNDI
ÆSKUNNAR
Heiðursfélagi Æsk-
unnar, Jón F. Hjartar,
les. Fyrir framan
hann sitja 2 aðrir
heiðursfélagar, Einar
Pálsson og Marta
Guðjónsdóttir. Næst
Einari er fjórði heið-
ursfélaginn, Ólafur
Hjartar og síðan
gestir af Akranesi.
5. Leggið hamborgarann á
neðri helming bollunnar.
6. Leggið efri helming bollunn-
ar ofan á hinn.
7- Þetta er bara borðað með því
að nota fingurna.
HÁLFMÁNAR.
500 g hveiti,
200 g smjörlíki,
200 g sykur,
11/« dl mjólk,
1 tsk. hjartarsalt,
1 egg,
1tsk. kardemommur,
ca. 250 g sveskjur eða ávaxta-
mauk.
Búið til hnoðað deig. Það er
breitt þunnt út, búnar til kringlótt-
ar kökur með móti, Vi til 1 tsk.
sveskju- eða ávaxtamauk látið á
miðja kökuna, hún lögð saman
og gaffli þrýst ofan á rendurnar.
Kakan beygð svolítið, svo að hún
líkist sem mest hálfmána. Bakið
þær Ijósbrúnar við góðan hita.
Kjörorö okkar er í dag: ÆSKtfN FYRIR ÆSKUNA
35
^^^mmmmmmmm^m