Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 14
Kennið bornnnnm
að bjarga sér
1) Nafn og heimilisfang barnsins
ætti að vera með því fyrsta, er þaó
lærir er það fer að tala og er gott að
æfa það daglega í að frambera það
skírt og greinilega. Komi það fyrir að
barnið villist að heiman er engin
hætta á öðru en að það verði einhver
til þess að fylgja því heim ef það getur
sagt hvar það á heima.
2) Myrkfælin mega börnin ekki
verða, enda engin hætta á því, séu
þau ekki hrædd með grýlum og
draugum, sem séu frammi í myrkrinu.
Þá munu þau ekki á nóttunni hrökkva
upp við vonda drauma eða gráta af
hræðslu við myrkrið.
3) Hjálp barnanna við húsverkin
skal ávallt vel þegin og ekki má taka
hart á smá óhöppum eða klaufaskap,
en hrósið þeim fyrir viðleitni þeirra
það eykur áræði og dug.
4) Tennurnar ættu börnin sjálf að
bursta, og kennið þeim að álíta það
sem sjálfsagðan lið í ræstingu líkam-
ans.
5) Starfsemi frá fyrstu bernsku er
góður eiginleiki, og má með leikjum
og leikföngum barnanna vekja til
starfs, og ef til vill leiða í Ijós ákveðna
getu og löngun til einhvers sem
seinna verður viðfangsefni þeirra í líf-
inu.
6) Viðgerð á leikföngum barnanna
ættu þau sjálf að annast. í stað þess
að sneypa barnið fyrir aö brjóta eða
skemma leikfang sitt á maður að sýna
því hvernig má gera við þau. Það veitir
mikla gleði að sigrast á þeim erfið-
leikum.
7) Stíla og reikningsdæmi ætti
ekki aó leysa fyrir börnin, heldur
benda þeim í áttina og láta þau sjálf
finna lausnina.
8) Hirðuleysi um útlit sitt ætti að
verða börnunum ógeðfellt. Segið
þeim hversu Ijótt er að ganga með
ógreitt hárið, óhrein um hendur og
andlit, og með horinn ofan í munn,
eða þá með sokkana á hælunum og
óreimaða skóna, svartar rendur undir
nöglunum o. fl. þess háttar.
9) Hugrekki er börnum nauðsyn-
legt því að oft vill koma skráma á hné
eða skeina á fingur, og er þá ómann-
legt að skæla. Kennið þeim með til-
sögn að aðstoða ykkur, við að binda
um skeinu og bera sig mannalega.
10) Á ferðalögum ættu stálpuð
börn ætíð að hafa sjálf tösku eða
poka með nauðsynlegum hlutum til
ferðarinnar og gæta þeirra sjálf á
leiðinni.
Smábörn
eru oft hrædd við baðkerið eða bal-
ann, sem þau eru þvegin úr. Láti
maður handklæði á Óotninn verða
þau rólegri og verða balans ekki eins
vör, enda er þetta bæði á balanum og
upp með hliðunum hlýrra og mýkra.
Leikföng smábarna: Það ætti ekki
að gera mikið að því að skemmta
smábörnum, heldur að gefa þeim
hringlu eða þessháttar og láta þau
skemmta sér sjálf. Foreldrar gefa
börnum oft leikföng, sem fremur eru
þeim sjálfum til skemmtunar en börn-
unum, og ofþreyta börnin. Hlaa-
ið aldrei að börnum né gjörið gys að
skrípalátum þeirra, og haldið þeim
ekki á lofti. Komið eðlilega fram við
börnin eins og hvern annan meðlim
fjölskyldunnar.
Túttur: Þegar stungið er gat á tútt-
una er það oftast gert með heitum
prjóni eða nál og finnur maður þá
sterka lykt af brenndu gúmmíi. Því
miður vill sú lykt haldast og veldur þá
óbragði af mjólkinni. — Betra er að
stinga eldspýtu innan í túttuna og
þrýsta fast með henni, svo út komi tota
og má þá stinga gatið á hana með
kaldri nál.
Börn kóngulóarinnar ferðast oft
langar vegalengdir — jafnvel yfir haf
og milli eyja. Þau spinna langan vef,
sem líkist fallhlíf, sem berst svo með
vindunum gegnum loftið.
Mimosa er jurt, sem hegðar sér eins
og hræddur maður. Þegar þú snertir
hana eða stappar á jörðina nálægt
henni, þá lokar hún blómum sínum.
Aó sjálfsögðu er hún ekki hrædd,
vegna þess að hún hefur ekki sömu
tilfinningu og maðurinn, til þess liggja
aðrarorsakir, sem þið lesið um seinna
á lífsleiðinni.
Stundum hjálpa dýr hvert öðru a
margvíslegan hátt. Til dæmis er í út-
löndum fugl nokkur, sem lifir á naut-
gripum og týnir út litla orma og skor-
dýr, sem setjast á nautgripina og eru
þeim til ama.
Margir sjófarendur hafa oft undrast
hvar sjófuglar fái eiginlega ferskt
vatn. Svarið erfað þeir fá það hvergi-
Þeir drekka salt vatn og verður ekkert
meint af. En aftur á móti geta margir
þessara fugla ekki drukkið ferskt
vatn, alveg eins og við mennirnir get-
um ekki drukkið salt vatn.
14