Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1984, Side 4

Æskan - 01.04.1984, Side 4
„GA ,GN' IfEGII Qíí Viðtöl unglinga ,* fl við gamalt fólk Ú\ Vi KIRKJUFERÐIRNAR ERU ÓGLEYMANLEGAR Helga Jóna Elíasdóttir fæddist 26. nóvember 1905 að Hörgsdal á Síðu, dóttir hjónanna Elíasar Bjarna- sonar kennara og konu hans Pálínu Elíasardóttur. Hún giftist Óla P. Möller kennara á Þórshöfn árið 1933 og eignuðust þau 4 börn. Ég spurði hana fyrst hvernig það var að vera barn í upphafi aldarinnar. „Það var og er alltaf gott að vera barn. Þó held ég að áður hafi börn verið háðari foreldrum sínum og heimili en nú er. Það kom af sjálfu sér að börnin vildu gera þeim allt til þægðar, vera hlýðin og góð.“ - Heldurðu að það hafi verið betra að vera ung- lingur þá heldur en nú? „Unglingavandamál voru ekki til á þeim tíma. Sam- félagið var öðruvísi upp byggt.“ - Hvernig voru húsakynni foreldra þinna í sveit- inni? „Þau voru rúmgóð, björt og hlý, miðað við þeirra tíma mælikvarða. Það þótti stór fjósbaðstofa sem rúmaði 12-15 manns. Þar sat fólkið á rúmum sínum við vinnu á daginn og svaf um nætur. Á veturna vann fólk í baðstofunni við að breyta ull og skinnum, afurð- um búsins, í klæði og skæði. Enginn kvartaði þá um aðbúnað á vinnustað. Dagsbirta kom frá tveimur gluggum og Ijósbirta frá olíulampa sem hékk í lofti; það var allt Ijósið sem við fengum. Ylurinn frá fólki og kúm í fjósi undir palli var nota- legur. Ekki má gleyma ylnum í eldhúsinu frá eldavél- inni. Þar vann húsmóðirin og vinnukonurnar skiptust á um að hjálpa henni við eldhússtörfin. Baðstofan var íverustaður fólksins yfir veturinn. Auk þess höfðum við stórt óupphitað timburhús. Þar geymdist matvara og fleira vel yfir veturinn. Hægt var að búa þar á sumrin." Óli Pétur Pálmason ræðir við ömmu sína Helga Jóna Elíasdóttir og Óli Pétur Pálmason. - Hvað fóruð þið sveitafólkið oft í kaupstað á þessum árum? „Tvær kaupstaðarferðir voru farnar á ári, að vori og hausti. Á haustin var farið með fé í kaupstað til slögt- unar. Kjötið var lagt inn og vörur teknar út á það. Annað af kindinni var flutt heim til vinnslu. Leiðin var löng með fjárrekstur yfir óbrúaðar ár, hraun og sanda, og með klyfjaða hesta til baka. Þessi ferð tók minnst viku, síðan heilan mánuð að vinna úr þessu heima. Einnig þurfti að ganga frá búðarvarningnum sem átti að nægja heimilinu allt árið. Seinni ferðin, sem farin var, var með ullina. Vissi ég þá til þess að húsmæður færu með bændum til innkaupa. Þetta gleymist engum sem man tvenna tímana.“ - Var gaman á jólunum? „Já, þau eru efst í mínu barnsminni því að „hvert fátækt hreysi höll nú er.“ Við skynjuðum jólin og nutum svo aldrei gleymist." - Er fleira eftirminnilegt? „Já, t. d. þegar heimilisfólkið fór í tvo útreiðartúra að sumrinu. Önnur ferðin var til kirkju á hvítasunnu-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.