Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 6

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 6
 Óskar. Nafn: Óskar Ásgeir Óskarsson. Fæðingardagur og ár: 18.1.1972. Skóli: Mýrarhúsaskóli. Bestu vinir: Óttar og Lúðvík. Áhugamál: Hestamennska. (Á einn hest) EFTIRLÆTIS-: —íþróttamaður: Kevin Keegan. -popptónlistarmaður: Michael Jackson. —ieikari: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Paul Newman. —námsgrein í skólanum: Leikfimi. —litur: Svartur. —sjónvarpsþáttur: Dallas. —rithöfundur: Franklin W. Dixon. —matur: Hryggur. —dýr: Hestar. —bílategund: Mazda. Það sem mig langar til að verða: Tamningamaður. Drauma-konan: Ljóshærð, blá- eygð og skemmtileg. Nafn: Herdís Gísladóttir. Fæðingardagur og ár: 12.9.1970. Skóli: Árbæjarskóli. Bestu vinir: Unnur. Áhugamál: Skíði og skemmtanir. EFTIRLÆTIS-: —íþróttamaður: Enginn sérstakur. -popptónlistarmaður: Michael Herdís. Jackson, Limahl og Paul Young. —leikari: Sigurður Sigurjónsson, Mark Hamill. —námsgrein í skólanum: Reikn- ingur. -litur: blár. —sjónvarpsþáttur: Derrick. -rithöfundur: Alistair MacLean. -matur: Pizza. ís í eftirrétt. -dýr: Hestar og hamstrar. -bílategund: Mazda. Það sem mig langar að verða: Leikstjóri. Drauma-maðurinn: Ljóshærður, bláeygður, skemmtilegur og efnað- ur. Má ekki vera næturvörður. - Hvaða atvinnu stundaðir þú á þessum árum? „Allt sem til féll.“ - Fórstu fljótt út í atvinnulífið? „Allir urðu að vinna ef vinnu var að fá. Þá þótti mikils virði að fá fasta vinnu. Mér bauðst afgreiðslu- starf í bókabúð til reynslu í þrjá mánuði en ég hef starfað við það í 50 ár. Byrjunarlaun 1932 voru 75 kr. á mánuði og þótti sæmilegt." - Hvernig eyddirðu frítíma þínum? „Vinnudagar þá voru lengri en nú er og á laugar- dögum var unnið eins og aðra virka daga. Frístundir voru ekki nema á sunnudögum. Á vetrum var farið flestar helgar á skíði en á sumrin var gengið á öll fjöll hér í nágrenninu og stundum farið á jökla, einkum um páska og hvítasunnu." - Hver finnst þér vera meginmunur á lífinu nú á dögum og í gamla daga? „Hver króna, sem maður vann inn, fór til heim- ilisins svo maður hafði enga peninga til eyðslu. Þetta voru hin svokölluðu kreppuár og þá var nægjusemi allsráðandi og það einkennilega var að menn undu glaðir við sitt. í dag ráðstafar æskan sjálf því sem hún vinnur sér inn og telur það sjálfsagðan hlut. Ég efast samt um að hún sé sælli í ýmsu tilliti en við vorum, kreppu- börnin." - Finnst þér vera mikiil munur á ungdómnum nú til dags og í gamla daga? „Ég vildi gjarnan vera ungur maður núna. Æskan er öfundsverð af því hve margt er á boðstólum. Ég vona að hún kunni sér hóf í lífsgæðakapphlaupinu." 6

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.