Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1984, Side 8

Æskan - 01.04.1984, Side 8
Sigrún Schneider Starinn varð svo hissa þegar hann uppgötvaði að það var hann Pési sem flautaði svona eins og hann sjálfur að hann var nærri dottinn af greininni. Hann hugsaði: - „Það er naumast! Þessi páfagaukur leynir á sér. Hann talar, hann flautar og syngur eins og ég og er kannski að herma eftir mér. Það finnst mér ekki nógu gottl" - Starinn hristi litla höfuðið og vissi alls ekki hvernig hann átti að haga sér í þessu máli. Best væri að reka hann úr trénu. En það væri þó ekki gott. Hann átti hvergi heima núna og þrátt fyrir allt vorkenndi hann litla, skrautlega fuglinum og hafði, svona undir niðri, mjög gaman af honum. Það er ekkert grín að rata ekki heim til sín en líka mikið kæruleysi að festa sér ekki í minni leiðina heim enda nauðsynlegt að allir fuglar viti hvar þeir eiga heima. Eins og börnin. Starinn fylgdist á hverjum degi með börnunum og sá þegar þau fóru og komu. Þau rötuðu alltaf aftur heim. Svona hugsaði starinn og varð upp með sér af því að hugsa mikið og vera athugull og skynsamur. Að vísu var þessi nýi vinur hans sem kallaði sig Pésa og sagðist vera páfagauk- ur einnig skynsamur en hann gat þrátt fyrir það ekki bjargað sér hér úti í garðinum. Að öllum líkindum áttu starar ekki heldur auðvelt með að bjarga sér inni í húsum. Pési söng ennþá af hjartans list en þagnaði þegar starinn bauð honum að borða með sér. Hann varð himinlifandi því að hann var orðinn svangur og flaug með mikilli ánægju á eftir honum niður á grasflötina. Hann leit vandræðalega í kringum sig eftir að niður kom og varð vonsvikinn þegar hann sá enga skál með korni á eins og hann var vanur að hafa á gólfinu í búrinu sínu. „Getur verið að starinn sé að gera at í mér?“ hugsaði Pési dálítið sár og illur um leið. Það væri Ijótt af honum því að ég er svo umkomulaus hérna úti í garðinum og dauðhræddur þó að starinn sé svona góöur við mig. En hvað er þetta? Augun í Pésa urðu enn kringlóttari en þau voru fyrir og hann blístraði út um gogginn; svo undrandi varð hann. Starinn kom hoppandi og skoppandi með stóra flugu sem hann átti fullt í fangi með að hemja í goggnum. Hann staðnæmdist fyrir framan Pésa og bauð hon- um fluguna með skringilegum tilburðum því að hann gat ekkert sagt með gogginn úttroðinn. Flugan sprikl- aði og leit óttaslegnum augum á Pésa sem starði alveg máttlaus á hana og sagði: „Hvað ertu að gera við þessa flugu? Sérðu ekki að þú meiðir hana?“ Pési hristi sig allan og ýfði kollfjaðrirnar um leið og hann hélt áfram að tala með skrækum rómi: „Ef við eigum að leika okkur við hana verður þú að sleppa henni en ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég ekki vanur að leika mér við flugur og er frekar illa við þær. Ég á miklu fallegri leikföng og þau eru ekki að sprikla heldur standa þau kyrr og eru eins og ég vil hafa þau. Það er miklu skemmtilegra.“ Starinn rak upp undrunarhljóð og um leið og hann opnaði gogginn til þess að tala varð hann að sleppa flugunni sem var fljót að bjarga sér út í buskann. Hann gat ekki annað en reiðst Pésa vegna þess að hann þáði ekki þennan góða matarbita sem hann færði honum og sagði æstur: „Þótt þú sért duglegur að læra þá ert þú mesti kjáni. Þú áttir að borða fluguna en ekki leika við hana. Flugur eru mesta sæl- gæti í fuglagogga og oft erfitt að ná þeim. Ég var lengi að ná þessari og montinn að geta boðið þér svona gott og nú er ég reiður yfir að hafa þurft að sleppa henni." Svo mælti starinn. Ekki nema það þó; að halda að fuglar eigi að leika sér við flugur. Sá er skrítinn. En hann er líka páfagaukur og þeir eru víst öðruvísi en aðrir fuglar. Að svo búnu fór starinn að skoppa um grasflötina og hlusta og að lokum beygði hann sig og náði í stóran maðk. Pési stóð hjá og horfði skelfingu lostinn á þetta háttalag og uppgötvaði allt í einu að starinn borðaði öðruvísi mat en hann sjálfur. Já, þannig var það. Þetta var Ijóta klípan. Hann vildi alls ekki vera ókurteis og þess vegna hoppaði hann til starans sem var í óða önn að fást við orminn og sagði við hann: „Þú mátt ekki vera ergilegur við mig. Ég er vanur að borða lítil korn en ekki flugur og maðka. Þess vegna er ég líka með öðruvísi gogg en þú.“ Pési rak bogna gogginn sinn upp í loftið svo starinn gæti virt hann vel fyrir sér. Hann starði með furðusvip á gogginn á Pésa. Mikið rétt! Hann hafði ekki tekið eftir því en hann var boginn og þar af leiðandi hlaut að vera ómögulegt fyrir Pésa að lifa á því sem garðurinn bauð upp á, flugum og möðkum. Hann hlaut því að sálast úr hungri ef hann kæmist ekki heim til sín til þess að fá þetta blessaða kom sem hann sagðist borða. Þetta var nú Ijóta ástandið og verst að geta ekki hjálpað litla skrautlega fuglinum. Starinn fylltist vor- kunnsemi og leiða en Pési mátti ekki sjá það og 8

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.