Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Síða 9

Æskan - 01.04.1984, Síða 9
Verða einnig leiður. Þess vegna hóf hann að flauta ðátt og leika ýmsar listir. Það glaðnaði yfir Pésa Þegar hann sá kætina í staranum og þeir hoppuðu hvor á eftir öðrum um grasflötina og það var svo gaman að hann gleymdi því að hann rataði ekki heim °g hve svangur hann var. Svona skoppuðu þeir, blístruðu og flautuðu lengi VeÞ en allt í einu brá Pésa óskaplega því að starinn rak upp óhugnanlegt hljóð og flaug eins og skot beint UPP í næsta tré. Hvað var nú þetta? Hvers vegna lét starinn svona? Og þetta hljóð sem hann rak upp um leið og hann flaug af stað var alveg eins og. . . eins og hvað? Pési hugsaði og hugsaði. Loks sagði hann við sjálfan sig: „Núna veit ég það, þetta hljóð í staranum y3r eins og viðvörunarhljóð." Hann var montinn að hafa uppgötvað þetta en skildi samt ekki hvers vegna starinn lét svona. Pési le't í kringum sig og vissi ekki hvort hann ætti að fljúga á eftir honum eða hvíla sig í grasinu. En á ^eðan hann var að hugsa sig um, fann hann að ein- Þver kom við stélfjaðrir hans. Hann leit við og kólnaði UPP þegar hann sá stórt kvikindi liggja á maganum rett hjá sér og það var önnur framiöppin sem lá á stéli Þans. Þetta var köttur. Hann komst ekki til að segja neitt því að dýrið lyfti ^oppinni til þess að koma betur við hann. Þá sá hann klasr og flaug upp á sorptunnu sem var þar rétt hjá. Hú mundi hann eftir viðvörunarhljóði starans og skildi aé það hefði verið vegna þessa óvelkomna gests. ,Úff, en þær klær,“ hugsaði Pési og skalf af hr9eðslu. En honum létti þegar hann sá að grasflötin Var auð. „Þarna slapp ég vel,“ hugsaði hann, en það er ómögulegt að vera hér úti og eiga von á öllu illu. ,Hvað á ég að gera?“ Pési náði varla andanum fyir kvíöa og leit sorgmæddum augum upp eftir stóra húsinu. Hann starði lengi á gluggana og var alveg að gef- ast upp að horfa þegar hann kipþtist við og varð sPenntur. Það kom einhver út í einn gluggann og ^ési Sá að það var Gummi. Já, það var greinilega hann Gummi, vinur hans. Þarna lá hann úti í gluggan- Urn og skimaði í kringum sig. Hann blístraði og kallaði °9 Pési varð máttlaus af gleði. En hvað hann þekkti Þetta blístur vel. Og svo kallaði Gummi líka: „Pési, pési minn korndu." Pési blés sig upp af ánægju, teygði úr sér og Þrammaði sperrtur fram og aftur á tunnulokinu. Hann Hallaði undir flatt svo að hann gæti hlustað betur á tsjlegu röddina hans Gumma og þetta góðkunna élístur. Nú var gaman að vera til. Hann var ekki 'engur einn og umkomulaus og vissi nákvæmlega ^var hann átti heima. Nú var allt í þessu fína og þess Ve9na datt Pésa í hug að stríða Gumma dálítið rétt Sv°na til þess að láta ánægju sína í Ijós. Hann hélt áfram að þramma um tunnulokið og Moldvörpuhjónin hafa mannað sig upp í tilefni af því, að þau hafa nýlokið við að gera híbýli sín svo erfið inngöngu, að ekkert dýr á að geta fundið leiðina. - Finnið þið hana? þóttist hvorki heyra né sjá. Þetta var skemmtilegt því að Gummi hækkaði blístrið og var farinn að láta öll- um illum látum til þess að vekja athygli á sér. Nú var komið fjör í leikinn. Pési ætlaði að halda þessu áfram og var ekkert að flýta sér heim. En þegar hann kom auga á köttinn sem var að læðast meðfram húsinu beið hann ekki boðanna heldur flaug beint upp og lenti á öxlinni á Gumma. Nú fann Pési til þreytu en líka mikillar ánægju. Það var svo gott að sitja á öxlinni hans Gumma sem lét ánægju sína í Ijós með því að hlæja hátt og lengi. Hann sneri frá glugganum og gekk að hurðinni. En þá mundi Pési eftir staranum sem hafði verið svo góður. Hann flaug af öxlinni og settist á gluggakist- una. í stóra trénu fyrir utan sat starinn og horfði ákafur í kringum sig eins og hann væri að leita að einhverju. - „Hann er að leita að mér“ - hugsaði Pési og flautaði til þess að vekja athygli á sér. Um leið og starinn heyrði flautið leit hann upp í gluggann og baðaði út vængjum af gleði þegar hann kom auga á Pésa. Svo blístraði hann hvellt og hátt um leið og hann flaug út í buskann, feginn því að skrautlegi fugl- inn hafði komist heim til sín. Pési horfði á eftir honum og það lá við að hann fengi tár í augun þegar hann hugsaði til þess hvað það er gott þegar allir eru góðir eins og fuglarnir sem hann hitti í garðinum og svo Gummi og fjölskylda hans. „Svona á þetta að vera alla daga og alltaf," hugsaði hann um leið og hann flaug inn í búrið sitt til þess að fá sér lítil korn í gogginn því að hann var glor- soltinn. Svo ætlaði hann að hvíla sig hjá speglinum sínum. Það var dásamlegt að vera kominn heim. 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.