Æskan - 01.04.1984, Side 10
Samstarfsaöili í Askriftasöfnun 1984:
rANSVAR-TRYGGINGAFÉLÖG í 12 LÖNDUMl
Fyrir rúmlega 50 árum síðan var stofnað í Svíþjóð
tryggingafélag fyrir bindindismenn sem hlaut nafnið
IANSVAR.
Ástæðan fyrir stofnun þessa tryggingafélags var
sú, að menn vissu að þeir sem ekki neyta áfengis
lenda síður í tjónum en þeir sem hafa áfengi um hönd
j og því þótti eðlilegt að bindindismenn greiddu lægri
tryggingaiðgjöld en aðrir.
Þar sem þau tryggingafélög, sem þá störfuðu í
Svíþjóð, seldu tryggingar sínar á sama verði til allra
viðskiptavina sinna hvort sem þeir neyttu áfengis eða
ekki, þá þótti mönnum það heillaráð að stofna sér-
stakt tryggingafélag fyrir bindindismenn. Það var ein-
mitt gert árið 1932.
Á þeim 50 árum sem síðan eru liðin hefur trygg-
ingafélaginu ANSVAR vaxið fiskur um hrygg og nú
starfa tryggingafélög bindindismanna í 12 löndum
víða um heiminn og hjá þeim tryggja samtals um
500.000 fjölskyldur.
í töflunni hér að neðan sérðu hvaða lönd þetta eru,
auk þess sem tilgreint er hvenær ANSVAR hóf starf-
semi sína í viðkomandi landi og hversu margir íbúar
landanna eru; ennfremur fjöldi trygginga.
Hóf íbúafjöldi Fjöldi
Land: starfsemi: í þúsundum: trygginga:
Ástralía 1962 1.4000 42.000
Bandaríkin 1983 227.700
Belgía 1980 2.700
Danmörk 1955 5.100 7.700
England 1960 56.000 36.000
Holland 1968 14.100 10.500
ísland 1960 235 9.000
Japan 1972 116.800
Noregur 1957 4.100 75.000
Nýja-Sjáland 1982 3.100
Svíþjóð 1932 8.300 302.000
V-Þýskaland 1972 61.600 1.400
483.600
ÁBYRGÐ
- tryggingafélag bindindismanna
Eins og fram kemur í töflunni var ÁBYRGÐ stofnað
árið 1960 og verður því 24 ára á þessu ári.
Hjá ÁBYRGÐ tryggja um 5.500 einstaklingar bíla
sína, heimili og hús, en hjá ÁBYRGÐ eru á boðstól-
um allar þær tryggingar sem fjölskyldunni eru nauð-
synlegar.
Orðið ANSVAR þýðir einmitt ÁBYRGÐ og við segj-
um að í því felist tvær merkingar:
Annars vegar vill ÁBYRGÐ ábyrgjast góðar trygg-
ingar fyrir viðskiptavini sína gegn lægri iðgjöldum en
annars þekkist.
Hins vegar merkir ÁBYRGÐ þá staðreynd að bind-
indismenn sýna ábyrgðartilfinningu með að velja
bindindi á áfengi sem lífsstefnu.
Við gerum okkur grein fyrir því að margir neyta
áfengis, en þó ekki aðeins vegna eigin ákvörðunar
heldur vegna þrýstings frá umhverfinu.
Það er erfitt að standa einn bindindismaður í hópi
kunningja sem neyta áfengis og það þarf kjark til að
segja „nei takk” þegar áfengi er boðið, því þeir sem
framkvæma og hegða sér ekki alveg eins og meiri-
hlutinn eru oft litnir hornauga.
En höfum það hugfast að áfengið er ekki hollt og
heillavænlegt veganesti þegar lagt er á lífsbrautina.
Heilbrigt líf í formi útiveru og íþrótta í góðra vina
hópi er mun vænlegra til lífshamingju.
Þess vegna segjum við:
BINDINDI BORGAR SIG
Japan
Astralía
Nýja-Sjáland
Holland ísland Danmörk Noregur V.-Þýskaland Svíþjóð
Bandaríkin
England
Belgía
10