Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1984, Side 12

Æskan - 01.04.1984, Side 12
Edda Júlía Helgadóttir 14 ára: Ég sofna á milli kl. 11 og 12 á kvöldin. Ég fæ alltaf móðu í augun þegar ég er orðin þreytt og fer þá að sofa. Um helgar vaki ég lengur enda get ég sofið út daginn eftir. Hallvarður Einar Logason 10 ára: Ég fer yfirleitt að sofa um ellefu- leytið. Ég horfi mikið á sjónvarpið og ef það er lengur vaki ég þar til það er búið. Stundum á ég ekki gott meö að sofna ef ég hef horft á mjög spennandi myndir. Þá fer ég að hugsa um þær. En þær eru bara svo skemmtilegar að ég vil ekki missa af þeim. Leó Gunnar Ingólfsson 7 ára: Það er misjafnt. Venjulega sofna ég kl. 10 ef ég hef ekkert sérstakt að gera. Ég les oftast áður en ég sofna eða leik mér. Á virkum dög- um þarf ég að vakna kl. 8 á morgn- ana til að fara í pössun. Rósa Erlingsdóttir 14 ára: Öll virk kvöld er ég sofnuð fyrir miðnætti. Um helgar vaki ég leng- ur. Það fer alveg eftir því hvað ég hef verið að gera. Stundum er ég úti til kl. eitt eða tvö á föstudags- og laugardagsnóttum. Þá er líka hægt að sofa út daginn eftir. Maríanna Þorgilsdóttir 10 ára: Ég fer að sofa á milli kl. 11 og 12- Það fer stundum eftir sjónvarpinu. Ég þarf að vakna kl. 7 á morgnana til að búa mig af stað í skólann. Um helgar, þegar ég get sofið til hádeg- is næsta dag, vaki ég lengur. Sigurður Már Gunnarsson 13 ára: Ég þarf að vakna í skólann kl. 8 á morgnana og fer því að sofa um ell' efuleytið. Ég sofna oft út frá bók- Jú, ég er svolítið syfjaður á morgn- ana. Þegar bíómyndirnar eru um helgar vaki ég lengur og sef svo til hádegis daginn eftir. 12

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.