Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1984, Side 20

Æskan - 01.04.1984, Side 20
GULI KJUKLINGURINN Árni var í heimsókn hjá Edel frænku sinni. Hún sat við skrifborð- ið og var að skrifa utan á bréf, en hann stóð við hlið hennar og horfði á. Það voru margir skrítnir munir á skrifborðinu. Auðvitað var þar blek- bytta, ritveski, minnisbók, og ýmis- legt annað. Minnisbókin var mjög falleg. Hjá henni lá pennaþerrari. Þarna var einnig gulur kjúklingur, sem var mjög skrítinn. Það var ekki nefnt úr hvað efni hann var. Öðrum megin blekbyttunnar stóð aura- baukur. Hann var úr gleri og eftirlík- ing af svíni. Það er að segja grís. Hann var flekkóttur að lit. Bak við grísinn var fullur poki af súkkulaði- töflum. Skyndilega hringdi síminn, og Edel frænka Árna sagði: „Jæja, Árni minn. Bíddur rólegur hérna á meðan ég tala í símann. Þaö getur orðið dálítil stund. Sestu og borðaðu súkkulaðitöflurnar." Að svo mæltu flýtti Edel frænka hans sér út úr stofunni, og Árni fékk sér þegar eina súkkulaðitöflu. En þó án frekju. Þá tók kjúklingurinn til máls og sagði: „Góðan daginn, Árni.“ „Hvað er þetta? Geturðu talað,“ spurði Árni og var afar forviða. Kjúklingurinn svaraði: „Auðvitað, að öðrum kosti gæti ég ekki beðið þig um að gera mér þann greiða sem mig langar til að þú gerir.“ „Hvað er það? Ég vil gjarnan hjálpa þér,“ sagði Árni vingjarn- lega. Kjúklingurinn mælti: „Svo er nú mál með vexti, að mig langar af- skaplega til þess að heimsækja ættingja mína, hænsin, úti í garðin- um. Þau eru bak við hús frænku þinnar. En ég má ekki fara af mín- um stað án þess einhver annar gegni hlutverki mínu. Annað væru svik.“ Árni svaraði: „Ég skal gæta pennaþerrarans, ef það er það sem um er að ræða.“ Kjúklingurinn sagði: „Það er nú fleira, sem ég hef á minni könnu. Þú verður að taka á þig mitt gervi, að öðrum kosti fer illa. Hér er margs að gæta.“ „Hvernig má þaö vera?“ spurði Árni. Kjúklingurinn svaraði: „Súkku- laðitöflurnar eru fullar af töfrum. Ef þú borðar af þeim, og snýrð þér þrisvar í hring og segir: „Ég sný mínum hænsnum tvisvar og þrisvar í hring,“ þá verður þú lítill, gulur kjúklingur nákvæmlega eins og ég.“ Árna virtist þetta mjög hrífandi. Hann þreif í flýtí súkkulaðitöflu, lét hana upp í sig og sagði: „Ég sný mínum hænsnum tvisvar og þrisvar í hring.“ í sama vetfangi fann hann breyt- ingu hið innra með sér. Hann var orðinn að gulum kjúkling. Hinn raunverulegi kjúklingur varð mjög glaður. Hann mælti: „Nú get- urðu tekið að þér mitt hlutverk. Ég verð fljótur. Vertu sæll á meðan." Kjúklingurinn flögraði upþ í gluggakistuna, og þaðan sveif hann niður í garðinn til frænda sinna og vina. Árni horði á grísinn. Hann hló við Árna og mælti: „Hvernig geðjast þér að því að standa hér?“ „Ég get ekki sagt um það þegar í stað. Er ekki skemmtilegt að vera hér?“ „Frænka þín er okkur mjög góð,“ sagði blekbyttan. „Hún skrifar vel, en ekki mjög mikið. Hér er ávallt þrifalegt og nóg blek. Ert þú ekki á sama máli, minnisbók?" Minnisbókin svaraði: „Jú, mér virðist frúin mjög vingjarnleg. Hún gætir þess líka að setja ekki klessur í mig þegar hún er að skrifa." Pokinn mælti: „Og hún kaupir vikulega fullan poka af súkkulaði. Allir pokar eru bræður mínir og systur.“ En allt í einu kom stór vera inn um gluggann. Það var kötturinn. Árni skildi þegar að kisi vildi ná í hann. Árni steig ósjálfrátt fram, og datt á hausinn á pappírskörfuna. Hann hafði staðið svo framarlega á skrifborðinu. Kötturinn stökk líka. En hann velti um skál með blómum. Af því varð hávaði mikill, og kom vinnu- konan þjótandi. Vinnukonan mælti: „Sjáið hvað kattarskömmin hefur gert.“ Hún skammaði kisa og rak hann út úr stofunni. Svo þurrkaði hún vatnið, hreinsaði óhreinindin og lét allt í körfuna. Að því búnu bar hún körfuna út og hellti innihaldi hennar út á haug, og fylgdi Árni auðvitað með. 20

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.