Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1984, Page 22

Æskan - 01.04.1984, Page 22
RAUÐI KROSS ÍSLANDS O HJÁLPARTÆKJABANKINN Þegar fólk verður fyrir einhverri fötlun leitar það oft tækja sem auðvelda því að brúa bilið milli líkamlegra annmarka og heilbrigðs lífs. Augljóst dæmi um þetta er veiklun í fótum, t. d. vegna beinbrots eða lömunar. Tæki sem auðvelda þeim að komast leiðar sinnar, sem haltur er, geta t. d. verið stafur eða hækja en ef fætur verða mjög máttlitlir þá verður að fá hjólastól. Þar sem líkamleg fötlun getur verið margvísleg er mikil fjölbreytni í gerð þeirra tækja sem fólk notar sér til aðstoöar. Sameiginlegt heiti þeirra allra er hjálpar- tæki. Sumir eru fæddir með einhverja líkamlega ágalla eða fá síðar á ævi. Aðrir verða fyrir smávægilegri óhöppum, t. d. broti á fæti vegna byltu eða bifreiða- slyss. Þeir þurfa oft að fá einhvers konar hjálpartæki, t. d. staf eða hækju meðan þeir eru að jafna sig. Eftir það þurfa þeir ekki á neinum tækjum að halda. Hve margir skyldu þeir vera sem þurfa að nota hjálpartæki einhvern tíma á ævinni? Um það er örðugt að fá ákveðnar tölur en giskað hefur verið á að það sé a. m. k. einn maður af hverjum tíu. Tíundi hver maður er miklu hærri tala en marga grunar sem alheilbrigðir eru. Og í þessum fjölmenna hópi hinna fötluðu er fólk á ýmsum aldri, allt frá börnum til gamalmenna. II /II Ll Hjálpartækjabankinn í sumum verslunum er leitast við að fullnægja sérstökum þörfum okkar. Þess vegna eru til skóbúð- ir, fataverslanir, leikfangabúðir, svo dæmi séu nefnd. Þar sem a. m. k. tíundi hver maður þarf einhvern tíma á ævinni á hjálpartæki að halda er eðlilegt að til séu búðir þar sem eingöngu eru á boðstólum marg- vísleg hjálpartæki. Á landinu er nú einungis til ein búð þar sem verslunarfólkið er sérhæft í að verða við óskum þeirra sem þurfa hjálpartæki. Þar sem afráðið var að í þessari búð mætti einnig fá hjálpartæki að láni þá var ákveðið að velja versluninni heitið banki. Þess vegna nefnist hún Hjálpartækjabanki. Hann - bankinn - er að Nóatúni 21, Reykjavík. í þessari grein ætlum við að veita lesendum ÆSK- UNNAR nokkurn fróðleik um þennan banka hjálpar- tækja: Fyrir 14 árum, árið 1967, stakk þáverandi fram- kvæmdastjóri hjá Rauða krossi íslands upp á því að komið yrði upp hjálpartækjabanka. Mörgum þótti hugmyndin góð en fáir vildu verða til þess að fram- kvæma hana. Þess vegna varð það ekki fyrr en árið 1975 að samningar tókust um það milli Rauða kross íslands og Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, að þessi tvö samtök sameinuðust um að stofna fyrirtæk- Björgúlfur Andrésson forstööumaður við afgreiðslustörf. 22

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.