Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 26

Æskan - 01.04.1984, Qupperneq 26
Hér kemur nýtt land, sem þið eigið nú að þekkja. Hvað heitir þetta land? Svör berist fyrir 20. maí. Fimm bókaverðlaun eru í boði. Náttúra landsins er að mjög miklum hluta fjöllótt. Er um 60% landsvæðisins hálent. Alls er landið 83.900 km2. íbúatala er rúmar 7 milljónir. Vetraríþróttir eru mikið stundaðar og sækja þangað oft margir íslending- ar. í landinu er lýðræðisleg stjórnarskipun á vestræna vísu. Landinu er skipt í níu hluta. Höfuðborgin er fræg fyrir tónlistarlíf og fyrsti stafur í nafni hennar er V. Þjóðhátíðardagur er 29. október. Hvaða land er þetta? HVAÐ HEITIR LANDIÐ? í frásögn Æskunnar af fundi í barnastúkunni Kvisti er nokkur ónákvæmni þar sem minnst er á Ijóðið Hér er ég lítill templar. Kvæðið er norskt að uppruna. í söngbók fyrir barnastúkurnar norsku, Syng med oss, segir að Ijóð- ið sé eftir litla stúlku. Hún er ekki nefnd með nafni en hins vegar nefnir hún barnastúku sína „Hábets hær“ eða liðsmenn vonarinnar. Halldór Kristjánsson íslenskaði þetta kvæði og í þýðingu hans er það svona: Hér er ég, lítill templar, í íslands varnarher, sem ætlar sér gegn Bakkusi að verjast, því þar er skæður óvinur sem illa að mörgum fer og ungu fólki sæmir gegn að berjast. Hann mestur er að blekkja og margan leikur grátt, og margur hefur vin sinn í þíslum hjá honum átt, því frjálsir menn eru þar í þrældóm hnepptir. Og þegar ég verð eldri og eigin húsum ræð ég útiloka vín frá dyrum mínum. Svo vímuefnin ýmsu sem verða mörgum skæð þar valdi aldrei leiðindunum sínum. Því þar er verndað svæði og þar er maður frjáls, og þar er aldrei víma sem glepur vilja sjálfs, í frjálsu húsi er fólk með réttu ráði. Getur þú fundið á myndinni fuglinn með langa og hvassa nefið. Það var nefnilega hann sem setti gat á loftbelginn. FELUMYND 26

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.