Æskan - 01.04.1984, Page 28
Texti: Johannes Farestveit
Teikn.: Solveig M. Sanden
39. Bjössi veltir fyrir sér hvort hann eigi að varpa
sér úr vélinni. Hann gerir sér grein fyrir því að
vélinni muni þá hvolfa. - Flugmaðurinn ber alla
ábyrgðina, hugsar Bjössi. - Það var hann sem
tók upp á þessu. Æfingasvæði hersins er ekki
rétti staðurinn til þess að leika sér á.
40. Halló, LN-GAB, heyrist í loftskeytatækinu.
Getur flugmaðurinn svarað? Skipti. - Halló! Hér
er enginn flugmaður. Viggó komst aldrei um
borð. Ég er hér aleinn. Skipti. - Hver ert þú? -
Ég heiti Bjössi bolla. Það heyrist stuna í tækinu.
41. Bensíngjöfin stóð á sér. Ég gat ekki numið
staðar. Við verðum að fljúga nokkra stund,
Bjössi. - Já, nefndu ekki bensíngjöf við mig,
svarar Bjössi. - Ég hef nú reynslu af því. - Við
förum bara stutt. - Mín vegna má fara langt; mér
líður ágætlega, svarar Bjössi hlæjandi.
42. Það var ekki að mínum vilja að farið var í
þessa ferð, hugsar Bjössi. - Flugmaðurinn fær
áreiðanlega ádrepu þegar við lendum. Bjössi
lyftir hlífinni en fær samstundis tár í augu og flýtir
sér að loka aftur.
ER KOMINN AFTUR