Æskan - 01.04.1984, Side 41
Drengir í þjóöbúningum.
FÆREYSKI DANSINNJ
Mikið orð fer af færeyska dansin-
Urn og það að verðleikum. Saga
annarra þjóðdansa er skömm, nær
1 mesta lagi yfir fáeinar aldir, og
uPpruni þeirra er harla vafasamur.
n færeyski hringdansinn er bein-
lnis afkomandi og framhald hins
/,®9a hringdans miðaldanna.
ann er sprottinn upp í Frakklandi.
aðan breiddist hann hratt út, og á
3-. 14. og 15. öld steig öll Evrópa
Paö, sem nú er nefnt færeyskur
ans, auðvitað með ýmsum til-
,ri9öum. Síðan hvarf hringdansinn
Ur tisku, aðrir dansar leystu hann af
hólmi, og eftir siðaskiptin börðust
prestar mótmælenda víða á móti
honum. Sagnir herma, að með því
móti hafi honum verið útrýmt á
Orkneyjum og Hjaltlandi. Hann dó
út á íslandi á 18. öld (vikivakar). En
í Færeyjum liföi hann í friði. Nú er
hann nefndur færeyskur dans -
auðvitað ekki ranglega. En hann er
meira, jafnframt því sem hann er
þjóðdans Færeyinga. Hann er kafli
í menningarsögu Evrópu.
Hið stórfellda menningargildi
færeyska dansins liggur í því, að
hann er söngur, auk þess að vera
dans. Flestir aðrir dansar eru stign-
ir eftir hljóðfalli hljóðfærasláttar, en
færeyski hringdansinn er stiginn
eftir þjóðkvæðum, söngljóðum. Já,
meira að segja má fullyrða, að
kvæðin eru aðalatriðið, og dansinn
er undirleikur frásagnarinnar. Líta
verður á dansinn frá þessu sjónar-
miði. Hann sýnist sjálfur ekki vera
sérlega merkilegur, sömu sporin
upp aftur og aftur, en efni kvæðis-
ins veitir þeim þýðingu. Hér er
ágætt dæmi um félagsanda mið-
aldanna og samkvæmisskyn. Einn
maður eða fáir syngja sögu, en hin-
ir taka þátt í frásagnarefninu með
danssporum og með því að syngja
viðlag sögunnar. Dansinn og efni
kvæðisins eru að sjálfsögðu í mjög
nánu sambandi hvort við annað.
Dansað er hægt, ef sagan er harm-
saga, ef sagt er frá orustu, er stigið
fast til jarðar, en hoppað eftir fjör-
ugu hljóðfalli, ef eitthvað gerist
skemmtilegt. Dansinn verður sífellt
túlkun geðbrigða áheyrandans, já,
sjálfur æðasláttur framsögunnar.
Eftir því sem dansinn er betri, renn-
ur hringurinn betur saman í heild,
sameinast í mikla heildarveru, tigna
hrynjandi. Það er ekkert rúm fyrir
tilhneigingu einstaklingsins að láta
bera á sér.
Kvæðið er aðalatriðið, dansinn
er mikilfenglegur, háttbundinn und-
irleikur áheyrendanna. Það liggur
meira að segja nærri að telja fær-
eyska dansinn sérstaka aðferð við
að segja fram kvæði. Víst er það að
minnsta kosti, að hann er miklu
fremur bókmenntalegt fyrirbrigði en
dansmenntarlegt. Um öll Norður-
lönd hefur hann verið nátengdur
þjóðkvæðabókmenntum, sem nú-
tímamenn í löndunum telja meðal
dýrmætustu þjóðlegra verðmæta.
ÆSKAN
41