Æskan - 01.04.1984, Page 52
Margir hafa beðið um fleiri upp-
skriftir úr Matreiðslubók Náttúru-
lækningafélags íslands og við verð-
um nú við þeim óskum.
Rúgbrauðsbúðingur
3 dl mjólk
1 egg
70 g sykur
4 blöð matarlím
21/2 dl rifið rúgbrauð
21/2 dl rjómi
Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn.
Suða látin koma upp á mjólkinni.
Rifið rúgbrauðið hitað á pönnu.
Egg og sykur þeytt vel saman,
mjólkinni blandað varlega út í.
Matarlímið brætt yfir gufu og hrært
út í eggjasósuna. Þegar búðingur-
inn er byrjaður að stífna er rúg-
brauðsmylsnunni blandaó saman
við. Búðingurinn settur í skál. Áður
en hann er borinn fram, er jarðar-
berjasultu smurt yfir hann og hann
skreyttur með þeyttum rjóma.
Brauðbúðingur
2 bollar brauðmylsna
1 bolli mjólk
1 bolli sveskjusafi
1 bolli hakkaðar, soðnarsveskjur
1 egg
1 teskeið kanelbörkur
Hella mjólk og sveskjusafa yfir
brauðmylsnuna og bæta í hrærðu
egginu, sveskjum og kanelberki.
Baka í smurðu fati í 45 mín. Borða
heitt eða kalt eftir vild. Ágætur
ábætisréttur með þeyttum rjóma.
Sojabaunabúðingur
1 bolli sojabaunir
2 dl sojabaunasoð
2 dl mjólk
50 g haframjöl
50 g heilhveiti
2 egg
Kál (hvítkál, grænkál, tómatar
o. fl.)
Baunirnar eru þvegnar, látnar
liggja í bleyti yfir nóttina í vatni og
soðnar í sama vatni og vatni bætt
við eftir þörfum.
Soðinu er hellt af og blandað
saman við mjólkina, mjölið hrært út
í og jafningurinn soðinn. Feiti bætt í
og jafningurinn kældur lítið eitt,
áður en eggjarauðunum er hrært
saman við. Þá er baununum bland-
að í, síðan kálinu smábrytjuðu og
loks stífþeyttum eggjahvítunum.
Bakað í smurðu eldföstu móti í 1
klst. Ekki er nauðsynlegt að sjóða
baunirnar, heldur má láta þær
liggja í bleyti og hakka þær síðan
hráar.
Brúnkaka
500 g heilhveiti
250 g smjörlíki
250 g púðursykur
3 egg
21/2 dl mjólk
100 g rúsínur
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. allrahanda
1 tsk. negull
1 tsk. kanell
1 tsk. kardemommur
50 g súkkat
Smjörið er linað og hrært með
sykrinum, eggjarauðurnar hrærðar
í ein og ein í senn. Þá er heilhveitið
ásamt sódadufti og kryddi hrært í
jafnhliða mjólkinni, og síðast
þeyttum eggjahvítunum blandað í
deigið og þaö sett í vel smurt mót
og bakað í 1 klst.
Kókoskaka
185 g smjörlíki
185 g púðursykur
3-5 eggjarauður
375 g heilhveiti
3 tsk lyftiduft
11/2 bolli mjólk
3-5 eggjahvítur, þeyttar
185 g púðursykur
185 g kókosmjöl
Smjörlíki og púðursykur hrært,
eggjarauðurnar settar út í, ein í
senn og hrært vel á milli. Hveiti
ásamt lyftidufti blandað saman við
og vætt í með mjólkinni. Eggjahvít-
urnar stífþeyttar og saman við þær
blandað kókosmjöli og púðursykri.
Hveitideigið sett í tvö vel smurð
lagkökumót, haft dálítið minna í
öðru mótinu, og ofan á það sett
kókosdeigið. Kökurnar bakaðar
neðst í ofninum við 180° hita. Kak-
an lögð saman með aldinmauki-
Gott að bera þeyttan rjóma með
henni.
Eplahringur
5- 6 epli
3 dl blönduð ávaxtasaft
3 dl heitt vatn
6- 8 blöð matarlím
Matarlímið lagt í kalt vatn. Eplih
þvegin, brytjuð fremur smátt og lát-
in í hringmót, sem áður hefir verið
skolað úr köldu vatni. Matarlímið
tekið upp úr kalda vatninu, sett út'
3 dl af sjóðheitu vatni; þegar það er
uppleyst er saftinni bætt út í. Saft'
blöndunni hellt yfir eplin í mótinu.
Mótið er haft á köldum stað meðan
hlaupið stífnar. Þegar hlaupið er
borið fram er því hvolft á kringlót*
fat, vínber eða blandaðir ávextir
settir inn í hringinn og hlaupið
sprautað að utan með þeyttum
rjóma.
52