Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 52

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 52
Margir hafa beðið um fleiri upp- skriftir úr Matreiðslubók Náttúru- lækningafélags íslands og við verð- um nú við þeim óskum. Rúgbrauðsbúðingur 3 dl mjólk 1 egg 70 g sykur 4 blöð matarlím 21/2 dl rifið rúgbrauð 21/2 dl rjómi Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Suða látin koma upp á mjólkinni. Rifið rúgbrauðið hitað á pönnu. Egg og sykur þeytt vel saman, mjólkinni blandað varlega út í. Matarlímið brætt yfir gufu og hrært út í eggjasósuna. Þegar búðingur- inn er byrjaður að stífna er rúg- brauðsmylsnunni blandaó saman við. Búðingurinn settur í skál. Áður en hann er borinn fram, er jarðar- berjasultu smurt yfir hann og hann skreyttur með þeyttum rjóma. Brauðbúðingur 2 bollar brauðmylsna 1 bolli mjólk 1 bolli sveskjusafi 1 bolli hakkaðar, soðnarsveskjur 1 egg 1 teskeið kanelbörkur Hella mjólk og sveskjusafa yfir brauðmylsnuna og bæta í hrærðu egginu, sveskjum og kanelberki. Baka í smurðu fati í 45 mín. Borða heitt eða kalt eftir vild. Ágætur ábætisréttur með þeyttum rjóma. Sojabaunabúðingur 1 bolli sojabaunir 2 dl sojabaunasoð 2 dl mjólk 50 g haframjöl 50 g heilhveiti 2 egg Kál (hvítkál, grænkál, tómatar o. fl.) Baunirnar eru þvegnar, látnar liggja í bleyti yfir nóttina í vatni og soðnar í sama vatni og vatni bætt við eftir þörfum. Soðinu er hellt af og blandað saman við mjólkina, mjölið hrært út í og jafningurinn soðinn. Feiti bætt í og jafningurinn kældur lítið eitt, áður en eggjarauðunum er hrært saman við. Þá er baununum bland- að í, síðan kálinu smábrytjuðu og loks stífþeyttum eggjahvítunum. Bakað í smurðu eldföstu móti í 1 klst. Ekki er nauðsynlegt að sjóða baunirnar, heldur má láta þær liggja í bleyti og hakka þær síðan hráar. Brúnkaka 500 g heilhveiti 250 g smjörlíki 250 g púðursykur 3 egg 21/2 dl mjólk 100 g rúsínur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. allrahanda 1 tsk. negull 1 tsk. kanell 1 tsk. kardemommur 50 g súkkat Smjörið er linað og hrært með sykrinum, eggjarauðurnar hrærðar í ein og ein í senn. Þá er heilhveitið ásamt sódadufti og kryddi hrært í jafnhliða mjólkinni, og síðast þeyttum eggjahvítunum blandað í deigið og þaö sett í vel smurt mót og bakað í 1 klst. Kókoskaka 185 g smjörlíki 185 g púðursykur 3-5 eggjarauður 375 g heilhveiti 3 tsk lyftiduft 11/2 bolli mjólk 3-5 eggjahvítur, þeyttar 185 g púðursykur 185 g kókosmjöl Smjörlíki og púðursykur hrært, eggjarauðurnar settar út í, ein í senn og hrært vel á milli. Hveiti ásamt lyftidufti blandað saman við og vætt í með mjólkinni. Eggjahvít- urnar stífþeyttar og saman við þær blandað kókosmjöli og púðursykri. Hveitideigið sett í tvö vel smurð lagkökumót, haft dálítið minna í öðru mótinu, og ofan á það sett kókosdeigið. Kökurnar bakaðar neðst í ofninum við 180° hita. Kak- an lögð saman með aldinmauki- Gott að bera þeyttan rjóma með henni. Eplahringur 5- 6 epli 3 dl blönduð ávaxtasaft 3 dl heitt vatn 6- 8 blöð matarlím Matarlímið lagt í kalt vatn. Eplih þvegin, brytjuð fremur smátt og lát- in í hringmót, sem áður hefir verið skolað úr köldu vatni. Matarlímið tekið upp úr kalda vatninu, sett út' 3 dl af sjóðheitu vatni; þegar það er uppleyst er saftinni bætt út í. Saft' blöndunni hellt yfir eplin í mótinu. Mótið er haft á köldum stað meðan hlaupið stífnar. Þegar hlaupið er borið fram er því hvolft á kringlót* fat, vínber eða blandaðir ávextir settir inn í hringinn og hlaupið sprautað að utan með þeyttum rjóma. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.