Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 14
^ W- ateHg^g >- ^ ,> - - ^ --> - -^v - w „Við megum aldrei gleyma Jóni Sigurðssyni“ Æskan ræðir við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands Þann 17. júní nk. eru 40 ár liðin frá því að stofnun hins íslenska lýðveldis var formlega lýst yfir á þing- fundi að Lögbergi. Múgur og margmenni var saman komið á hinum fornhelga stað til þess að vera við- staddur þessa miklu og hátíðlegu athöfn enda lang- þráðu marki náð í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þar var jafnframt fyrsti forseti íslands kjörinn en það var Sveinn Björnsson. Samkvæmt stjórnarskrá er forseti íslands æðsti maður lýðveldisins, - sameiningartákn þjóðarinnar. Á þeim fjórum áratugum, sem eru liðnir frá lýðveldis- stofnuninni, höfum við haft jafnmarga forseta. Auk Sveins Björnssonar eru það Ásgeir Ásgeirsson, Krist- ján Eldjárn og nú Vigdís Finnbogadóttir sem hefur gegnt embættinu frá 1980. Vigdís er ekki aðeins fyrsta konan sem gegnir forsetaembættinu hér á landi heldur einnig fyrsti kven- forsetinn í heiminum, kjörinn í almennri kosningu. Það eitt hefur beint sjónum annarra þjóða að okkur. Rigningardag einn átti blaðamaður Æskunnar viðtal við forseta íslands á skrifstofu hans í stjórnarráðshús- inu. Umræðuefnið var lýðveldisafmælið og í hverju störf forseta væru fólgin. Eftir að Vigdís hafði heilsað okkur með alkunnu alþýðlegu viðmóti sínu og boðið okkur til sætis lögðum við fyrir hana fyrstu spurning- una. Við spurðum hvað henni væri efst í huga á 40 ára afmæli lýðveldisins. Nýjir tímar „Allt sem hefur áunnist," svaraði hún að bragði, „í vísind- um, listum og öðrum lífsgæðum. Öllu menningarlífi hefur vaxið fiskur um hrygg á þessum tíma. Þegar litið er yfir árin verða mörg smáatriði að heild og feikilegri þróun. Ég ^ hvernig þjóðfélagið var áður en lýðveldið var stofnað- mínum aldri finnur fólk fyrir þessu. Hugsið ykkur, einu sinn var hér allt svo fábrotið og nú eigum við íslendingar höfu stað sem hefur upp á allt hið sama að bjóða og erlenu3 stórborgir." - Hvað varstu gömul þegar lýðveldið var stofnað? „Ég var 14 ára. Ég man þennan atburð eins og han hefði gerst í gær. Fjölskylda mín fór á Þingvöll og P ^ gistum við í tjaldi. Við unglingarnir fórum ekki varhlut3 þeirri stemmningu sem þar ríkti. Allir voru í hátíðaskap^ Leiðindaveður var á lýðveldisdaginn en hugurinn var sV jákvæður að menn tóku lítið eftir því.“ Við gróðursetningu í heimsókn til Vestfjarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.